miðvikudagur, febrúar 06, 2008

Skapofsi!

Við í þessari fjölskyldu eigum það til að vera svolítið skapmikil og vil ég kenna franska sjómanninum um sem skolaði upp á strendur landsins fyrir nokkuð mörgum árum og er nefndur Erlendur í ættartölum. Hann skildi eftir brún augu og skap.

Sonur minn sem er nú yfirleitt þessi rólyndismaður missti stjórn á sér í gærkveldi og kýldi vegginn í stofunni. Hann er handarbrotinn, svokallað boxarabrot, og þarf að vera í gipsi í 2 vikur, það fer lítið fyrir sundæfingum á meðan og bílprófið sem hann ætlaði að taka nú í lok mánaðarins verður að bíða líka. Mamman hló bara að honum, kvikindið.

Hann náði samt einhvern veginn að kenna okkur foreldrunum um þetta!! Algjör snilli.

Engin ummæli: