mánudagur, febrúar 25, 2008
Óskarinn
Fylgdist nú ekki með Óskarsverðlaunahátíðinni í gær frekar en fyrri daginn. Ég nenni ekki svona verðalaunaafhendingum. En mér þykir rosa gaman í bíó og gæti sko alveg hugsað mér að fara í bíó a.m.k. einu sinni í viku. Það sem svona hátíðir gera reyndar er að benda manni á myndir sem gaman væri að sjá. Ég er alveg með lista núna yfir myndir sem mig langar að sjá:
"No Country for old men."
"Into the Wild"
"Atonement"
"Death at a funeral"
"There will be blood"
ofl. ofl. þetta eru bara þær sem eru í bíó ákkúrat núna.
Verða að fara að drífa mig í bíó!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli