mánudagur, febrúar 04, 2008

Helgin í stórum dráttum

Ég fór á árshátíð Verkfræðingafélags Íslands um helgina, hef alla tíð starfað eitthvað fyrir félagið, en aðeins farið á árshátíð einu sinni áður. Þá fannst mér meðalaldurinn helst til hár en núna var greinilegt að "unga" fólkið hafði safnað saman liði og var ég einmitt í einum slíkum hópi þ.e. árgangar '91-'95 úr Háskólanum, semsagt fullt af "ungu" fólki á besta aldri. Þetta var mjög skemmtilegt, þarna stóð veislustjórinn hún Fjóla sig eins og hetja og svo fóru "Hundur í óskilum" á kostum og ekki voru þeir síðri Milljónamæringarnir með Bogomil Font og Ragga Bjarna. Bara nokkuð gott kvöld.

Í gærkveldi fór ég svo á leikhúsið, tók mig til að keypti ársmiða hjá Borgarleikhúsinu í haust alls 4 sýningar þ.e. 3 fastar og ein valsýning. Mér finnst svo rosalega gaman í leikhúsinu. En allavega fórum við dóttirin á "Hetjur" í gærkveldi. Þetta var nokkuð skemmtilegt leikrit, helst til langdregið og svo hefði ég viljað fá að vita meira um bakgrunn og lífsreynslu þessara manna, en annars mjög góð kvöldskemmtun. Reyndar eru sunnudagskvöldin búin að vera nokkuð heilög undanfarnar vikur því þá eru sýndir í sjónvarpinu einu tveir þættirnir sem ég fylgist með. þ.e. "Pressa" sem kláraðist reynar í gær og "Forbrydelsen" sem er auðvitað algjört möst enda danskur spennuþáttur og ég missi ekki af þeim. Enda frábærir þættir mætti bara nefna Örninn og "Rejseholdet" sem voru líka algjört möst.

Engin ummæli: