þriðjudagur, september 02, 2008

Í túninu heima


Um helgina var bæjahátíð Mosfellsbæjar, sem ber nafnið "Í túninu heima". Vegna farar minnar til Parísa missti ég af henni að mestu leyti en á sunnudagskvöldinu skellti ég mér með Skottið á tónleika á Bókasafninu. Þarna voru flutt ljóð og lög við ljóð Halldórs Laxness. Það sem skemmtilegast var við þetta var að flytjendurnir voru allt ungir krakkar, sá elsti kannski rétt að skríða í tvítugt. Það var hljómsveit og nokkrir söngvarar allt niður í 9 ára gamlar stelpur. Ég veit það ekki en ég fylltist stolti yfir öllu þessu hæfileikaríka fólki sem við eigum þarna í Mosó, greinilegt að skólakórarnir, lúðrasveitin og tónlistarskólinn er að skila frá sér frábæru fólki og greinilegt að verið er að gera góða hluti á þessu sviði. Áfram Mosó!!

Það var soldið fyndið, að þegar við fórum út sótti Skottið regnjakkann sinn, ég spurði hvað hún ætlaði að gera við hann. Jú sko, hún hafði verið á útitónleikum með pabba sínum kvöldið áður og orðið rennandi blaut og ætlaði sko ekki að láta það koma fyrir aftur. Ég útskýrði fyrir henni að þetta væru innitónleikar og ekkert víst að þeir væru eins skemmtilegir og tónleikarnir kvöldinu áður. Á miðjum tónleikum lítur hún á mig og segir "mamma þetta eru víst skemmtilegir tónleikar" sem þeir svo sannarlega voru.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

oh ég er svo stolt af þér að hafa farið - vildi að þú hefðir dregið mig með ;0) Mm