Maður á nú ekki til orð sá þessar fréttir á netmiðlunum í morgun.
"Eimskip tapaði 96 milljörðum á síðasta ári" og svo hin "Þrír Eimskipsforstjórar fengu 190 milljónir í árslaun". Ég bara spyr, þarf maður ekki að skila einhverjum árangri til að fá svona ofurlaun. Það var endalaust hamrað á því þegar laun bankamanna bárust í tal að þeir bæru svo mikla ábyrgð... Bíddu, en hvað gerðist svo þegar allt hrundi, nei, nei, þetta var auðvitað ekki þeim að kenna, var það nokkuð?
Ég spyr nú bara, hvað hefðu Eimskipsforstjórar fengið í laun ef þeir hefðu nú asnast til að reka fyrirtækið réttu meginn við núllið??
föstudagur, janúar 30, 2009
mánudagur, janúar 26, 2009
Ævintýri !!
Á svona dögum dettur manni helst í hug atriðið úr síðustu spaugstofu þegar Ilmur söng hástöfum "Ævintýri...." Já því í dag gerðist nýtt ævintýri. Fyrir okkur fréttafíklana, eru þetta mjög erfiðir dagar, því auðvitað þarf maður að hlusta á sömu kallana á öllum stöðvum, segja nákvæmlega sömu hlutina.....
En í dag hófst nýr kafli í Ævintýrinu.
En í dag hófst nýr kafli í Ævintýrinu.
sunnudagur, janúar 25, 2009
Æðruleysisbænin
Ég hef oft spáð í þessa bæn. Hún á svo oft vel við, reyndar hafa áfengissjúklingar soldið tileinkað sér þessa bæn, en ég hugsa oft um hana og þetta er eitthvað sem ég verð að læra, allavega ætla ég að setja hana hér til áminningar. Stundum á ég nefnilega svo erfitt með það að sætta mig við að hlutirnir séu einhvern vegin og legg mikið á mig til að breyta þeim, en það kemur auðvitað fyrir að ég hef bara ekkert um þá að segja og get ekkert stjórnað öllu sem ég vil.
Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig það sem ég fæ ekki breytt,kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli.
Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig það sem ég fæ ekki breytt,kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli.
fimmtudagur, janúar 22, 2009
In God we trust!
Það er eitt sem er að trufla mig. Í Bandaríkjunum þar sem algjör aðskilnaður er á milli kirkju og stjórnar þá segir forsetinn í inntökuræðu sinni í lokin "so help me God". Einnig er það venjan að fyrsta dag forsetatíðar sinnar þá byrjar forsetinn daginn á að fara í messu í Dómkrikjunni......
Eruð þið að skilja þetta??
miðvikudagur, janúar 21, 2009
Heitustu málin!
Já, ég var að hugsa um að koma með einhvern svona málefnalegan pistil, eitthvað annað en dægurþras.
Nú er allt að verða vitlaust, menn mótmæla í stórum hópum fyrir utan Alþingishúsið, og vitiði ég er bara ekkert hissa, í alvöru, fyrsta mál á dagskrá var frumvarp frá "gosanum" honum Sigurði Kára um að leyfa áfengissölu í matvörubúðum. Come on "who gives a shit" ákkúrat núna þegar allt er í kalda koli. Hef svo sem alveg verið sammála þessu hjá honum en mér fannst þetta eins og að gefa Þjóðinni fingurinn, bara að detta í hug að taka þetta mál á dagskrá núna. Alþingi er búið að vera í 100 daga fríi og alþingismenn virðast vera eins og vinglar og enginn veit neitt. Ríkisstjórnin hefur svo sem verið að reyna að gera eitthvað en hvað??
Ég yrði ekkert hissa þó ríkisstjórnin springi í kvöld á fundi Samfylkingarmanna, það eru allir að fá upp í kok. Ef þeim á að takast að bjarga þessu þarf Geir að koma fram ekki seinna en í gær með aðgerðarplan. Það eru bara fullt af spurningum sem brenna á okkur, hvaða framkvæmdir er gott að fara í í þessu árferði, hvaða framkvæmdir er best að bíða með, hvernig er hægt að hagræða öðru vísi en 10% jafn niðurskurður? Hvað á að gera við þessa "bankaprinsa" sem hafa farið burt með "peningana okkar", á að fara í mál við Bretana? Hvað skuldum við mikið? Hvenær verður gengi krónunnar orðið eitthvað sem hægt er að treysta á?
Mér sýnist þessir menn sem fara fyrir þjóðinni hafa sýnt hroka og svona "besservisser" hátt, ég meina okkur lýðnum er engan vegin treystandi fyrir ýmsum upplýsingum, við þurfum ekkert að vita, þeir ætla bara að "redda" þessu. Af hverju er Davíð enn í Seðlabankanum og Jónas enn í Fjármálaeftirlitinu?
Jæja að öðrum málum, mér líst rosa vel á Bjarna Ben. Hann er flottur framtíðarkall. Ég man eftir honum á takkaskónum að spila fyrir Stjörnuna og með hor í nös þegar við félagarnir vorum heima hjá honum að fíla Zeppelin ásamt eldri bróður hans. Mér er alveg sama þó hann hafi fæðst með silfurskeið í munni og sé af frægum ættum eins og Engeyjaættinni og tilheyri Kolkrabbanum. Hann er klár, duglegur og hefur örugglega unnið fyrir sínu, ja eða allavega hluta af því.
Nú er allt að verða vitlaust, menn mótmæla í stórum hópum fyrir utan Alþingishúsið, og vitiði ég er bara ekkert hissa, í alvöru, fyrsta mál á dagskrá var frumvarp frá "gosanum" honum Sigurði Kára um að leyfa áfengissölu í matvörubúðum. Come on "who gives a shit" ákkúrat núna þegar allt er í kalda koli. Hef svo sem alveg verið sammála þessu hjá honum en mér fannst þetta eins og að gefa Þjóðinni fingurinn, bara að detta í hug að taka þetta mál á dagskrá núna. Alþingi er búið að vera í 100 daga fríi og alþingismenn virðast vera eins og vinglar og enginn veit neitt. Ríkisstjórnin hefur svo sem verið að reyna að gera eitthvað en hvað??
Ég yrði ekkert hissa þó ríkisstjórnin springi í kvöld á fundi Samfylkingarmanna, það eru allir að fá upp í kok. Ef þeim á að takast að bjarga þessu þarf Geir að koma fram ekki seinna en í gær með aðgerðarplan. Það eru bara fullt af spurningum sem brenna á okkur, hvaða framkvæmdir er gott að fara í í þessu árferði, hvaða framkvæmdir er best að bíða með, hvernig er hægt að hagræða öðru vísi en 10% jafn niðurskurður? Hvað á að gera við þessa "bankaprinsa" sem hafa farið burt með "peningana okkar", á að fara í mál við Bretana? Hvað skuldum við mikið? Hvenær verður gengi krónunnar orðið eitthvað sem hægt er að treysta á?
Mér sýnist þessir menn sem fara fyrir þjóðinni hafa sýnt hroka og svona "besservisser" hátt, ég meina okkur lýðnum er engan vegin treystandi fyrir ýmsum upplýsingum, við þurfum ekkert að vita, þeir ætla bara að "redda" þessu. Af hverju er Davíð enn í Seðlabankanum og Jónas enn í Fjármálaeftirlitinu?
Jæja að öðrum málum, mér líst rosa vel á Bjarna Ben. Hann er flottur framtíðarkall. Ég man eftir honum á takkaskónum að spila fyrir Stjörnuna og með hor í nös þegar við félagarnir vorum heima hjá honum að fíla Zeppelin ásamt eldri bróður hans. Mér er alveg sama þó hann hafi fæðst með silfurskeið í munni og sé af frægum ættum eins og Engeyjaættinni og tilheyri Kolkrabbanum. Hann er klár, duglegur og hefur örugglega unnið fyrir sínu, ja eða allavega hluta af því.
þriðjudagur, janúar 20, 2009
Ömurlegasti dagur ársins!
Ég var eitthvað frekar þung í gær, hafði sofið illa og var frekar svona illa upplögð, fékk skýringu á þessu áðan. Skv. einhverjum breskum sérfræðingi þá er þessi mánudagur í janúar ömurlegasti dagur ársins, þannig að ég er bara eðlileg... púff... ég var farin að halda að ég væri að fara yfirum sko....
Þetta hefur þessi breski sérfræðingur reiknað út að teknu tilliti til sólarljóss, jólavísareikninga ofl. ofl.
Æ, það er alltaf gott að fá skýringar á hlutunum hehehehe....
Þetta hefur þessi breski sérfræðingur reiknað út að teknu tilliti til sólarljóss, jólavísareikninga ofl. ofl.
Æ, það er alltaf gott að fá skýringar á hlutunum hehehehe....
sunnudagur, janúar 18, 2009
Sumarljós og Skoppa og Skrítla.
Já, þetta var svona menningarhelgi. Fór í leikhús í gærkveldi þar sem ég sá leikritið "Sumarljós" sem byggt er á skáldsögu Jóns Kalmans Stefánssonar. Þetta var bara mjög skemmtileg sýning, mjög margir leikarar og persónur sem koma við sögu og keppast við að gefa manni innsýn í lífið í litlu þorpi útá landi. Allavega get ég mælt með þessari sýningu ef maður er ekkert alltof viðkvæmur fyrir kynlífi og slíku.
Í dag fór ég svo með Skottið á bíómyndina með Skoppu og Skrítlu. Hún er búin að tala um þetta síðan fyrir jól. Myndin var alveg ágæt og rétt um klukkustund á lengd alveg mátuleg fyrir svona kríli, mín er svo sem vön bíóum og finnst mér einstaklega gaman að fara með henni í bíó. Spennan er eitthvað svo einlæg, sportið að fá að hafa popp og gos og finna sér setu. Svo hlær hún svo innilega að maður fer nú bara að hlæja með henni. Eitt skil ég ekki en þarna er fullt af ungum börnum, alveg niður í rúmlega eins árs og lítið eldri en 6 ára enda er þetta markhópur Skoppu og Skrítlu, en það voru 15 mínútna auglýsingar á undan myndinn og svo var sett hlé á þegar myndin var rúmlega hálfnuð. Þetta slær þessi grey alveg útaf laginu, ég man þegar ég fór með Skottið fyrst í bíó, en þá sáum við Ice Age 2 held ég og hún sat alveg spennt svo kom hlé og þar með var sagan búin, ég meina átti maður að hlaupa og fara svo aftur og sitja kyrr... come on...
laugardagur, janúar 17, 2009
Rimlar hugans - bókagagnrýni
Las um jólin bókina "Rimla hugans" eftir Einar Má.
Þetta er ástarsaga úr fangelsi og fjallar um bréfaskriftir fanga við unnustu sína sem bíður utan múranna. Þegar á líður söguna, kynnist maður persónunum betur, þeirra bakgrunni, sögu og fjölskyldu. Þetta er svo snilldarlega fléttað saman við persónulegar upplýsingar og pælingar frá höfundinum sjálfum, þar sem hann er að berjast við Bakkus í sínu eigin lífi. Hann lýsir mjög vel afneituninni, hugarfarinu, sjálfmiðuninni og fleiru sem einkennir áfengissjúklinga.
Mér fannst þessi bók svolítið lengi af stað og það tók mig nokkur skipti að byrja á henni þannig að hún næði tökum á mér, en svo gerðist það og þá bara kláraðist hún einn, tveir og bingó. Kannski var það þessi ástarsögu og ástarbréfa hluti sem ég átti eitthvað erfitt með hmmm.....
Þetta er mjög góð lesning fyrir alla og þá kannski sérstaklega fyrir þá sem hafa kynnst böli áfengis hvort sem er í eigin lífi eða hjá ástvinum... hmmm sem ég tel að sé nú sennilega meirihluti þjóðarinnar.
föstudagur, janúar 16, 2009
Stríð í Palestínu
Stríðsátök eru eitt það alversta sem kemur fyrir þennan heim. Náttúruhamfarir eru auðvitað hræðilegar en hitt er miklu verra, þar eru menn að drepa menn. Auðvitað hefur það fylgt manninum frá upphafi að hann taki upp vopn til að verja sig, sitt og sína og kristilega hugarfarið að rétta hinn vangan brýtur svolítið gegn mannlegu eðli. Það sem Gyðingarnir segja og Víkingarnir sögðu forðum þ.e. "tönn fyrir tönn" eða að hefna bróður síns er mun nær því sem er í eðli okkar, en það heldur einmitt þessu ástandi gangandi. Reyndar finnst mér að Ísraelar séu ekki að hlusta á sjálfan sig í þessu máli því þeir eru að taka heilu tanngarðana fyrir eina tönn ef marka má hlutfallið í mannfalli í hvoru liði fyrir sig.
Það er eitt ljóð sem fær mig alltaf til að tárast og mér finnst lýsa þessu ástandi sem nú ríkir í Palestínu en það er ljóðið "Slysaskot í Palestínu (Í víngarðinum)" eftir sómaskáldið Kristján frá Djúpalæk og er eftirfarandi
Lítil stúlka. Lítil stúlka.
Lítil svarteyg dökkhærð stúlka
liggur skotin.
Dimmrautt blóð í hrokknu hári.
Höfuðkúpan brotin.
Ég er Breti, dagsins djarfi
dáti, suður í Palestínu,
en er kvöldar klökkur, einn,
kútur lítill, mömmusveinn.
Mín synd er stór. Ó, systir mín.
Svarið get ég, feilskot var það.
Eins og hnífur hjartað skar það,
hjarta mitt, ó, systir mín,
fyrirgefðu, fyrirgefðu,
anginn litli, anginn minn.
Ég ætlaði að skjóta hann pabba þinn.
Annað ljóð fann ég á síðunni sem Félagið Ísland-Palestína heldur úti.
SVAR FRÁ ÍSRAEL
Arabarnir klaga og kveina
og krakkar þeirra elta okkur með steina
Við getum ekki svarað þeim sí svona
við sendum flugvélar með sprengjur, góða kona.
Að ég hafi myrt arabadreng
eins og um var kvartað.
Ég gerði honum ekkert
sendi bara kúlu gegnum hjartað.
Gunnar Valdimarsson 2000
Getum við ekki gert eitthvað til að stoppa þetta óþarfa blóðbað?
fimmtudagur, janúar 15, 2009
Allt er þá þrennt er!
Á þriðjudaginn fór ég á fund niður í bæ og í leiðinni uppí vinnu fannst mér tilvalið að koma við í Mjóddinni, þurfti að fá mér annan skammt af linsum. Þetta gekk vel, linsurnar til og ekkert mál, sé þá apótekið og mundi eftir einhverju sem mig vantaði þaðan. Þegar ég var búin í apótekinu datt mér í hug að það væri sennilega bara mjög góð hugmynd að fara í Nettó í leiðinni og versla það sem vantaði heima, ég meina það ég var nú einu sinni komin af stað og það væri voða gott að sækja bara Skottið og fara beint heim, þurfa ekki að fara í búð, auk þess sem ég þurfti að vera mætt á fund kl. 19:30. Jæja, þetta gekk bara líka svona ljómandi vel, tók mig nokkurn tíma að rata um Nettó, enda sér maður það að maður labbar orðið í gegn um þær búðir, sem maður fer venjulega í, með lokuð augun. Þarna voru ýmsir hlutir sem ég hafði ekki séð lengi eða voru voða sniðugir. Sko hef heyrt að það sé trikk í markaðsfræðum að umraða búðum reglulega. En allavega eftir nokkurt sving svona með kerruna kom ég að kassa, löng röð. Já það er hádegi og búðin full af fólki en aðeins 2 kassar opnir. Jæja allir þolinmóðir og bíða í röð. Þegar komið var að mér á kassanum sendi strákurinn mig inn í búð til að finna annan hlut eins og þann sem ég ætlaði að kaupa því það vantaði strikamerkið, hmmm... jú fann þetta eftir nokkra leit, kannast við eina í röðinni og fæ áramótakoss frá henni Ok, kem aftur að kassanum og fæ svona augngotur frá restinni af röðinni. Ég meina eins og það sé mér að kenna að það hafi vantað strikamerki Come on....
Jæja þetta hafðist svona nokkurn vegin stórslysalaust en þá hófst panikkið. Ég fann ekki bíllyklana. Fór ofan í alltof stóru skjóðuna mína sem er sko full af drasli, endaði með að tæma hana en enginn lykill. Nú voru góð ráð dýr, fékk leyfi hjá stráknum á kassanum að skilja pokana eftir hjá honum á meðan ég færi einn hring um búðina til að kíkja eftir lyklunum... engir lyklar púff... ég var sko virkilega farin að svitna og ég efast um að einhver hafi verið í Nettó á þessum sama tíma sem ekki tók eftir mér... já já ég skal vera trúðurinn.... en jæja, þá var eftir að rekja leið mína í gegn um Mjóddina og sem betur fer fundust svo lyklarnir seint og um síðir á afgreiðsluborðinu í apótekinu... Púff... en þá er dagurinn rétt hálfnaður.
Þegar ég kom heim eftir að hafa sótt Skottið í leikskólann, tók annað drama við svona svipað, en nú voru það húslyklarnir.... jæja mundi að ég hafði þurft að fara í einkabankann í vinnunni svo lyklakippan með blessuðum auðkennislyklinum lægi sennilega við hlið lyklaborðsins á skrifborðinu mínu.... já nú voru góð ráð dýr, átti ég að keyra aftur inn í Reykjavík og uppí vinnu upp á von og óvon að einhver væri enn í vinnunni eða hvað... jæja ég ákvað seinni kostinn, sem var að ganga á alla glugga á heimilinu (bý sko á jarðhæð) og tékka á því hvort þeir væru opnir, en auðvitað búandi á jarðhæð hafði ég ekki klikkað frekar en fyrri daginn allir gluggar lokaðir nema einn sem er svona upb. 60*60 cm. á stærð. Gat opnað rifu á hann og tróð svo Skottinu inn um hann og hún opnaði svo fyrir okkur. Jæja þá var þessari þraut lokið en dagurinn var ekki búinn enn.
Er ég kom heim af fundi um kl. 22:00 um kvöldið, ákvað ég að fara með ruslapokann útí ruslageymslu og geri það. Morguninn eftir þegar ég ætlaði að fara til vinnu uppgötvaði ég það mér til mikillar gremju að síminn minn var bara alveg týndur, ég fór útí bíl, ofan í óhreinatauskörfuna, alla vasa á öllum buxum og jökkum... púff. ákvað svo að hringja í símann en ekkert heyrðist... ég gekk um íbúðina enginn sími... Er ég kem inn í svefnherbergi heyri ég svona lágan óm af símanum, en ég hélt áfram að hringja í hann úr heimilissímanum, hvaðan kom þetta hljóð, ég lyfti sænginni, kíkti undir rúm, inní alla skápa... en svo barst leitin að glugganum, og hvað haldiði, símanum hafði verið stillt upp við ruslageymsluna okkar, ég hafði þá misst hann er ég fór út með ruslið kvöldið áður......
Er maður í lagi eða hvað???
Jæja þetta hafðist svona nokkurn vegin stórslysalaust en þá hófst panikkið. Ég fann ekki bíllyklana. Fór ofan í alltof stóru skjóðuna mína sem er sko full af drasli, endaði með að tæma hana en enginn lykill. Nú voru góð ráð dýr, fékk leyfi hjá stráknum á kassanum að skilja pokana eftir hjá honum á meðan ég færi einn hring um búðina til að kíkja eftir lyklunum... engir lyklar púff... ég var sko virkilega farin að svitna og ég efast um að einhver hafi verið í Nettó á þessum sama tíma sem ekki tók eftir mér... já já ég skal vera trúðurinn.... en jæja, þá var eftir að rekja leið mína í gegn um Mjóddina og sem betur fer fundust svo lyklarnir seint og um síðir á afgreiðsluborðinu í apótekinu... Púff... en þá er dagurinn rétt hálfnaður.
Þegar ég kom heim eftir að hafa sótt Skottið í leikskólann, tók annað drama við svona svipað, en nú voru það húslyklarnir.... jæja mundi að ég hafði þurft að fara í einkabankann í vinnunni svo lyklakippan með blessuðum auðkennislyklinum lægi sennilega við hlið lyklaborðsins á skrifborðinu mínu.... já nú voru góð ráð dýr, átti ég að keyra aftur inn í Reykjavík og uppí vinnu upp á von og óvon að einhver væri enn í vinnunni eða hvað... jæja ég ákvað seinni kostinn, sem var að ganga á alla glugga á heimilinu (bý sko á jarðhæð) og tékka á því hvort þeir væru opnir, en auðvitað búandi á jarðhæð hafði ég ekki klikkað frekar en fyrri daginn allir gluggar lokaðir nema einn sem er svona upb. 60*60 cm. á stærð. Gat opnað rifu á hann og tróð svo Skottinu inn um hann og hún opnaði svo fyrir okkur. Jæja þá var þessari þraut lokið en dagurinn var ekki búinn enn.
Er ég kom heim af fundi um kl. 22:00 um kvöldið, ákvað ég að fara með ruslapokann útí ruslageymslu og geri það. Morguninn eftir þegar ég ætlaði að fara til vinnu uppgötvaði ég það mér til mikillar gremju að síminn minn var bara alveg týndur, ég fór útí bíl, ofan í óhreinatauskörfuna, alla vasa á öllum buxum og jökkum... púff. ákvað svo að hringja í símann en ekkert heyrðist... ég gekk um íbúðina enginn sími... Er ég kem inn í svefnherbergi heyri ég svona lágan óm af símanum, en ég hélt áfram að hringja í hann úr heimilissímanum, hvaðan kom þetta hljóð, ég lyfti sænginni, kíkti undir rúm, inní alla skápa... en svo barst leitin að glugganum, og hvað haldiði, símanum hafði verið stillt upp við ruslageymsluna okkar, ég hafði þá misst hann er ég fór út með ruslið kvöldið áður......
Er maður í lagi eða hvað???
10 ráð til að hætta að drepa..... - Bókagagnrýni
Krakkarnir mínir gáfu mér þessa bók í jólagjöf og tók ég mig til og kláraði hana í gærkveldi.
Þetta er mjög skemmtileg bók og alveg þess virði að lesa hana, hún fjallar um Tomislav (Toxic, Tommy) sem er króatískur leigumorðingi og á flótta sínum undan réttvísinni lendir hann óvart á Íslandi.
Ég vil nú ekki rekja mikið af söguþræðinum hér til að eyðileggja nú ekki eftirvæntingu tilvonandi lesara. En í þessari bráðskemmtilegu bók, setur Hallgrímur Helgason upp "gestagleraugun" ef hægt er að orða það svo. Hann lýsir hlutum, sem okkur þykja alveg eðlilegir og tökum varla eftir, eins og gesturinn sér þetta. T.d. eins og þeirri venju að fara úr skónum er við förum í heimsókn í hús, dagsbirtunni á sumrin og myrkrinu á veturna, matarvenjum okkar og þessum skringilegu íslensku nöfnum eins og t.d. Sickrider (Sigríður) og Goodmoondour (Guðmundur) ofl. ofl.
Þessi bók er kannski ekki merkileg svona bókmenntalega séð og skilu kannski ekki mikið eftir sig, en er mjög góð skemmtun.
miðvikudagur, janúar 14, 2009
Kínversk speki í upphafi árs.
Gömul kínversk kona átti tvo stóra leirpotta sem hún sótti vatn í og hengdi á sinn endan hvorn á súlu sem hún bar yfir axlirnar.
Á öðrum leirpottinum var stór sprunga, en hinn var alheill.
Eftir hina löngu göngu heim frá vatnsbólinu, var sprungni potturinn aðeins hálffullur af vatni, en hinn var ávallt fullur.
Á hverjum degi í 2 ár kom konan heim með aðeins einn og hálfan pott af vatni.
Auðvitað var heili potturinn alsæll með sína frammistöðu en hinn skammaðist sín fyrir að geta aðeins skilað ætlunarverki sínu að hálfu.
Þegar hann hafði þjáðst yfir þessu í tvö ár, ákvað hann að ræða þetta við konuna.
„Ég skammast mín vegna þess að það er sprunga á mér sem veldur því að vatnið lekur úr mér alla leiðina heim.“
Gamla konan brosti og spurði svo : „Hefurðu tekið eftir öllum blómunum sem eru þín megin á veginum en ekki hinu megin?“
„Það stafar af því að ég hef alltaf vitað af galla þínum og þess vegna setti ég niður blómafræ þín megin við vegin, og á hverjum degi vökvar þú þau á leiðinni heim.“
„Í tvö ár hef ég getað tínt þessi blóm og skreytt heimili mitt með þeim, ef þú værir ekki eins og þú ert væri ekki hægt að fegra heimilið eins og gert er nú.“
Hvert okkar hefur sinn galla og ófullkomnleika ...
En það eru sprungurnar og gallarnir sem gera okkur einstök og gera líf okkar svona áhugavert og skemmtilegt.
mánudagur, janúar 12, 2009
Vonin.
Púff... já sumir dagar eru erfiðari en aðrir, það er alveg öruggt.
Í góðri bók stendur þetta um vonina:
Von er tilgáta hugans um betri tíð. Von felur í sér ósk, þrá og bæn. Hún hverfist um bjartsýni ug hughreysti og sá sem missir hana fer á andlegan vonarvöl. Von er bæn hjartans, þrá sálarinnar og ósk hugans - sem getur ræst.
Í dag týndi ég voninni í ákveðnu máli og það er sárt.
Í góðri bók stendur þetta um vonina:
Von er tilgáta hugans um betri tíð. Von felur í sér ósk, þrá og bæn. Hún hverfist um bjartsýni ug hughreysti og sá sem missir hana fer á andlegan vonarvöl. Von er bæn hjartans, þrá sálarinnar og ósk hugans - sem getur ræst.
Í dag týndi ég voninni í ákveðnu máli og það er sárt.
föstudagur, janúar 09, 2009
Uppeldisfræðingurinn Ólafur Stefánsson
Ég fór á soldið sérstakan fyrirlestur í gærkveldi. Skólaskrifstofan hér í bæ stóð fyrir þessum fyrirlestri og fyrirlesarinn var Ólafur Stefánsson, handboltamaður, íþróttamaður ársins, heimspekingur ofl. ofl.
Í heildina litið var þetta mjög skemmtilegt og skildi mann eftir með fullt af pælingum, hann er að hvetja til þess að börn séu hvött til að tjá tilfinningar og pælingar með myndum en ekki bara orðum. Talaði þarna um heftandi vef tungumálsins og var að benda okkur á vefi eins og TED.com, kennsla.is ofl.
Í framhaldi af þessu fór ég að líta á eigin börn, sú stutta er í dag algjör framleiðandi af teikningum, það koma mörg blöð heim á dag og á hverri teikningu er alveg fullt að gerast og heilu ævintýrin í gangi. Það sem mér finnst svo þegar ég lít á stóru krakkana er að þau kunna þetta ekki lengur, þau bara lesa og skrifa. Óli var þarna einmitt að hvetja unglinga til að nota þetta myndræna þegar þau lesa bækur eða undir próf. Hann sýndi okkur m.a. teikningu sem hann gerði á meðan hann las Brekkukotsannál. Stóra spurningin er hvort skólakerfið hér valdi þessu að börnin tapa þessum hæfileika að teikna ævintýri í stað þess að skrifa þau. Svo má auðvitað benda á það að þetta myndræna er alþjóðlegt, þú þarft ekki að skilja eitthvað tungumál til að geta skilið teikningu eða listaverk.
Auðvitað liggur þetta misvel fyrir fólki, en þetta myndræna er oft ríkara í krökkum sem eiga erfitt með að læra að lesa og er mikið notað við að þjálfa lesblind börn. Einnig fór maður að spá í þessa "graffara", þeir hafa oft orðið undir í skólakerfinu og eiga við einhverja leserfiðleika eða námserfiðleika að stríða og nota þetta þá til að tjá tilfinningar og annað.
Það var fullt af góðum pælingum þarna hjá honum, en hann var alltaf kominn á flug og maður átti það til að týna honum. Hann talaði um að orðið skóli þýddi á latnesku "næði" og vildi að krakkar gætu mætt í skólann og aðeins fengið næði til að slappa af áður en tíminn byrjaði og jafnvel aðeins á eftir líka til að hugsa um það sem hafði verið kennt í tímanum. Einnig talaði hann um það að oft væri fókuserað á mistökin, sem ylli því að það endaði með því að enginn þorði neinu af hræðslu við að gera mistök. Svo talaði hann um að kennarar og foreldrar ættu að nota orð sem ekki heftu hugsunina semsagt ekki segja bíll heldur farartæki sem dæmi.
Í heildina var ég bara mjög ánægð með það að hafa drifið mig af stað.
Takk Óli
miðvikudagur, janúar 07, 2009
Þrettándinn og afmæli
Litli bróðir minn býr hér í Mosó ásamt sinni fjölskyldu, við systkinin eigum bæði afmæli í upphafi árs og höfum undanfarin ár slegið saman í eina góða veislu fyrir fjölskylduna. En trikkið er auðvitað að halda hana á Þrettándanum, því hér í Mosó er ein fjölmennasta þrettándabrenna landsins haldin ár hvert og hefur sú hefð staðið lengi.
Við brugðum ekki útaf vananum þetta árið og buðum heim til mín fjölskyldu okkar. Þetta var bara frábært, litli bróðir hafði búið til ein 3 föt af Lasagna, ég átti bæði reyktan og grafinn lax sem hafður var í forrétt og svo var ég búin að útbúa tvær af mínum vinsælu perutertum.
Þetta árið höfðum við það þannig að fyrst var borðaður maturinn en að lokinni brennu og hinni frábæru flugeldasýningu Kyndils, var aftur komið heim og hitað súkkulaði og snæddar perutertur og konfekt.
Það er nú bara fyndið hvað þessi peruterta er vinsæl, ég held að Skottan hafi fengið sér einar 3 sneiðar og bróðir minn og sonur fara létt með eina tertu saman hehehe.... Meira að segja hundurinn er alveg veikur í þær. Henni tókst einu sinni að ná perunum ofan af hálfri tertu..... og svo hefur hún einu sinni náð að sleikja smá part af kreminu..... hún sniglast í kring uma okkur og vonar að það séu nú einhverjir klaufar sem missi niður mola... bara fyndin.
En allavega áttum við í gærkveldi yndislega kvöldstund með minni frábæru fjölskyldu.
Við brugðum ekki útaf vananum þetta árið og buðum heim til mín fjölskyldu okkar. Þetta var bara frábært, litli bróðir hafði búið til ein 3 föt af Lasagna, ég átti bæði reyktan og grafinn lax sem hafður var í forrétt og svo var ég búin að útbúa tvær af mínum vinsælu perutertum.
Þetta árið höfðum við það þannig að fyrst var borðaður maturinn en að lokinni brennu og hinni frábæru flugeldasýningu Kyndils, var aftur komið heim og hitað súkkulaði og snæddar perutertur og konfekt.
Það er nú bara fyndið hvað þessi peruterta er vinsæl, ég held að Skottan hafi fengið sér einar 3 sneiðar og bróðir minn og sonur fara létt með eina tertu saman hehehe.... Meira að segja hundurinn er alveg veikur í þær. Henni tókst einu sinni að ná perunum ofan af hálfri tertu..... og svo hefur hún einu sinni náð að sleikja smá part af kreminu..... hún sniglast í kring uma okkur og vonar að það séu nú einhverjir klaufar sem missi niður mola... bara fyndin.
En allavega áttum við í gærkveldi yndislega kvöldstund með minni frábæru fjölskyldu.
sunnudagur, janúar 04, 2009
Annáll ársins...
Já það er víst komið nýtt ár. Mér hefur alltaf fundist sálmurinn "Nú árið er liðið í aldanna skaut og aldrei það kemur til baka..." pínu sorglegur, ég veit eiginlega ekki hvort það á við í þetta sinn, þetta var svona "annus horribles", allavega hjá okkur sem þjóð.
Persónulega var þetta bara mjög gott ár, eiginlega bara alveg frábært. Í fyrsta lagi var sumarið æðislegt og veðrið frábært.
Ef maður fer yfir þetta svona persónulega, þá má kannski helst nefna það hvað maður var stoltur að ganga Fimmvörðuhálsinn, það var alveg einn af hápunktum ársins, svo var Landsmót skáta á Akureyri algjört ævintýri. Utanlandsferðirnar urðu 3 og allar eiginlega í sama mánuðinum. Ég fór 2 ferðir til Parísar, fyrst á ráðstefnu og síðan í heimsókn til foreldra mína sem dvöldu þar um stund. Svo fór ég eina árshátíðarferð til Edinborgar, hafði aldrei komið þangað áður, mjög skemmtileg borg.
Ég eignaðist nýja frænku og það hefur nú bara ekki gerst síðan 1995, einnig eignaðist ég nýja vinkonu, já það er ekki á hverjum degi þegar maður er kominn á þennan aldur að maður eignast nýja vini, en jú ég eignaðist eina frábæra og við brölluðum margt eftirminnilegt á árinu.
Fyrirtækið mitt sem ég hef unnið hjá síðan 1996 tók sig til og sameinaðist öðrum fyrirtækjum, auk þess sem ég eignaðist hlut í því. Þannig að á nýju ári verða einhverjar breytingar á mínum vinnuhögum, við eigum að flytja okkur og verðum staðsett mun fjær heimahögum mínum en við erum nú auk þess sem maður fer á uþb. 150 manna vinnustað. Það verður einhver áskorun.
Fjölskyldan stækkaði þegar sonurinn eignaðist kærustu, svo maður verður bara ríkari og ríkari.
Á næsta ári verða líka þó nokkrar breytingar á högum barna minna er Skottan klárar leikskólann og fer í "alvöru" skóla og Skvísan mín klárar grunnskólann og fer í framhaldsskóla. Einnig verður sonurinn "fullorðinn" núna í febrúar þannig að tíminn líður.
En ég ætla nú að nota tækifærið og þakka fyrir allt það sem ég hef fengið að upplifa á árinu og þakka fyrir allt það sem ég hef og á. Einnig vil ég þakka samferðamönnum mínum fyrir frábæra samveru og einlæga vináttu.
Óska ykkur öllum gleðilegs nýs árs.
Persónulega var þetta bara mjög gott ár, eiginlega bara alveg frábært. Í fyrsta lagi var sumarið æðislegt og veðrið frábært.
Ef maður fer yfir þetta svona persónulega, þá má kannski helst nefna það hvað maður var stoltur að ganga Fimmvörðuhálsinn, það var alveg einn af hápunktum ársins, svo var Landsmót skáta á Akureyri algjört ævintýri. Utanlandsferðirnar urðu 3 og allar eiginlega í sama mánuðinum. Ég fór 2 ferðir til Parísar, fyrst á ráðstefnu og síðan í heimsókn til foreldra mína sem dvöldu þar um stund. Svo fór ég eina árshátíðarferð til Edinborgar, hafði aldrei komið þangað áður, mjög skemmtileg borg.
Ég eignaðist nýja frænku og það hefur nú bara ekki gerst síðan 1995, einnig eignaðist ég nýja vinkonu, já það er ekki á hverjum degi þegar maður er kominn á þennan aldur að maður eignast nýja vini, en jú ég eignaðist eina frábæra og við brölluðum margt eftirminnilegt á árinu.
Fyrirtækið mitt sem ég hef unnið hjá síðan 1996 tók sig til og sameinaðist öðrum fyrirtækjum, auk þess sem ég eignaðist hlut í því. Þannig að á nýju ári verða einhverjar breytingar á mínum vinnuhögum, við eigum að flytja okkur og verðum staðsett mun fjær heimahögum mínum en við erum nú auk þess sem maður fer á uþb. 150 manna vinnustað. Það verður einhver áskorun.
Fjölskyldan stækkaði þegar sonurinn eignaðist kærustu, svo maður verður bara ríkari og ríkari.
Á næsta ári verða líka þó nokkrar breytingar á högum barna minna er Skottan klárar leikskólann og fer í "alvöru" skóla og Skvísan mín klárar grunnskólann og fer í framhaldsskóla. Einnig verður sonurinn "fullorðinn" núna í febrúar þannig að tíminn líður.
En ég ætla nú að nota tækifærið og þakka fyrir allt það sem ég hef fengið að upplifa á árinu og þakka fyrir allt það sem ég hef og á. Einnig vil ég þakka samferðamönnum mínum fyrir frábæra samveru og einlæga vináttu.
Óska ykkur öllum gleðilegs nýs árs.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)