fimmtudagur, janúar 15, 2009

10 ráð til að hætta að drepa..... - Bókagagnrýni


Krakkarnir mínir gáfu mér þessa bók í jólagjöf og tók ég mig til og kláraði hana í gærkveldi.

Þetta er mjög skemmtileg bók og alveg þess virði að lesa hana, hún fjallar um Tomislav (Toxic, Tommy) sem er króatískur leigumorðingi og á flótta sínum undan réttvísinni lendir hann óvart á Íslandi.

Ég vil nú ekki rekja mikið af söguþræðinum hér til að eyðileggja nú ekki eftirvæntingu tilvonandi lesara. En í þessari bráðskemmtilegu bók, setur Hallgrímur Helgason upp "gestagleraugun" ef hægt er að orða það svo. Hann lýsir hlutum, sem okkur þykja alveg eðlilegir og tökum varla eftir, eins og gesturinn sér þetta. T.d. eins og þeirri venju að fara úr skónum er við förum í heimsókn í hús, dagsbirtunni á sumrin og myrkrinu á veturna, matarvenjum okkar og þessum skringilegu íslensku nöfnum eins og t.d. Sickrider (Sigríður) og Goodmoondour (Guðmundur) ofl. ofl.

Þessi bók er kannski ekki merkileg svona bókmenntalega séð og skilu kannski ekki mikið eftir sig, en er mjög góð skemmtun.

Engin ummæli: