sunnudagur, janúar 18, 2009
Sumarljós og Skoppa og Skrítla.
Já, þetta var svona menningarhelgi. Fór í leikhús í gærkveldi þar sem ég sá leikritið "Sumarljós" sem byggt er á skáldsögu Jóns Kalmans Stefánssonar. Þetta var bara mjög skemmtileg sýning, mjög margir leikarar og persónur sem koma við sögu og keppast við að gefa manni innsýn í lífið í litlu þorpi útá landi. Allavega get ég mælt með þessari sýningu ef maður er ekkert alltof viðkvæmur fyrir kynlífi og slíku.
Í dag fór ég svo með Skottið á bíómyndina með Skoppu og Skrítlu. Hún er búin að tala um þetta síðan fyrir jól. Myndin var alveg ágæt og rétt um klukkustund á lengd alveg mátuleg fyrir svona kríli, mín er svo sem vön bíóum og finnst mér einstaklega gaman að fara með henni í bíó. Spennan er eitthvað svo einlæg, sportið að fá að hafa popp og gos og finna sér setu. Svo hlær hún svo innilega að maður fer nú bara að hlæja með henni. Eitt skil ég ekki en þarna er fullt af ungum börnum, alveg niður í rúmlega eins árs og lítið eldri en 6 ára enda er þetta markhópur Skoppu og Skrítlu, en það voru 15 mínútna auglýsingar á undan myndinn og svo var sett hlé á þegar myndin var rúmlega hálfnuð. Þetta slær þessi grey alveg útaf laginu, ég man þegar ég fór með Skottið fyrst í bíó, en þá sáum við Ice Age 2 held ég og hún sat alveg spennt svo kom hlé og þar með var sagan búin, ég meina átti maður að hlaupa og fara svo aftur og sitja kyrr... come on...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli