laugardagur, janúar 17, 2009
Rimlar hugans - bókagagnrýni
Las um jólin bókina "Rimla hugans" eftir Einar Má.
Þetta er ástarsaga úr fangelsi og fjallar um bréfaskriftir fanga við unnustu sína sem bíður utan múranna. Þegar á líður söguna, kynnist maður persónunum betur, þeirra bakgrunni, sögu og fjölskyldu. Þetta er svo snilldarlega fléttað saman við persónulegar upplýsingar og pælingar frá höfundinum sjálfum, þar sem hann er að berjast við Bakkus í sínu eigin lífi. Hann lýsir mjög vel afneituninni, hugarfarinu, sjálfmiðuninni og fleiru sem einkennir áfengissjúklinga.
Mér fannst þessi bók svolítið lengi af stað og það tók mig nokkur skipti að byrja á henni þannig að hún næði tökum á mér, en svo gerðist það og þá bara kláraðist hún einn, tveir og bingó. Kannski var það þessi ástarsögu og ástarbréfa hluti sem ég átti eitthvað erfitt með hmmm.....
Þetta er mjög góð lesning fyrir alla og þá kannski sérstaklega fyrir þá sem hafa kynnst böli áfengis hvort sem er í eigin lífi eða hjá ástvinum... hmmm sem ég tel að sé nú sennilega meirihluti þjóðarinnar.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli