fimmtudagur, janúar 15, 2009

Allt er þá þrennt er!

Á þriðjudaginn fór ég á fund niður í bæ og í leiðinni uppí vinnu fannst mér tilvalið að koma við í Mjóddinni, þurfti að fá mér annan skammt af linsum. Þetta gekk vel, linsurnar til og ekkert mál, sé þá apótekið og mundi eftir einhverju sem mig vantaði þaðan. Þegar ég var búin í apótekinu datt mér í hug að það væri sennilega bara mjög góð hugmynd að fara í Nettó í leiðinni og versla það sem vantaði heima, ég meina það ég var nú einu sinni komin af stað og það væri voða gott að sækja bara Skottið og fara beint heim, þurfa ekki að fara í búð, auk þess sem ég þurfti að vera mætt á fund kl. 19:30. Jæja, þetta gekk bara líka svona ljómandi vel, tók mig nokkurn tíma að rata um Nettó, enda sér maður það að maður labbar orðið í gegn um þær búðir, sem maður fer venjulega í, með lokuð augun. Þarna voru ýmsir hlutir sem ég hafði ekki séð lengi eða voru voða sniðugir. Sko hef heyrt að það sé trikk í markaðsfræðum að umraða búðum reglulega. En allavega eftir nokkurt sving svona með kerruna kom ég að kassa, löng röð. Já það er hádegi og búðin full af fólki en aðeins 2 kassar opnir. Jæja allir þolinmóðir og bíða í röð. Þegar komið var að mér á kassanum sendi strákurinn mig inn í búð til að finna annan hlut eins og þann sem ég ætlaði að kaupa því það vantaði strikamerkið, hmmm... jú fann þetta eftir nokkra leit, kannast við eina í röðinni og fæ áramótakoss frá henni Ok, kem aftur að kassanum og fæ svona augngotur frá restinni af röðinni. Ég meina eins og það sé mér að kenna að það hafi vantað strikamerki Come on....

Jæja þetta hafðist svona nokkurn vegin stórslysalaust en þá hófst panikkið. Ég fann ekki bíllyklana. Fór ofan í alltof stóru skjóðuna mína sem er sko full af drasli, endaði með að tæma hana en enginn lykill. Nú voru góð ráð dýr, fékk leyfi hjá stráknum á kassanum að skilja pokana eftir hjá honum á meðan ég færi einn hring um búðina til að kíkja eftir lyklunum... engir lyklar púff... ég var sko virkilega farin að svitna og ég efast um að einhver hafi verið í Nettó á þessum sama tíma sem ekki tók eftir mér... já já ég skal vera trúðurinn.... en jæja, þá var eftir að rekja leið mína í gegn um Mjóddina og sem betur fer fundust svo lyklarnir seint og um síðir á afgreiðsluborðinu í apótekinu... Púff... en þá er dagurinn rétt hálfnaður.

Þegar ég kom heim eftir að hafa sótt Skottið í leikskólann, tók annað drama við svona svipað, en nú voru það húslyklarnir.... jæja mundi að ég hafði þurft að fara í einkabankann í vinnunni svo lyklakippan með blessuðum auðkennislyklinum lægi sennilega við hlið lyklaborðsins á skrifborðinu mínu.... já nú voru góð ráð dýr, átti ég að keyra aftur inn í Reykjavík og uppí vinnu upp á von og óvon að einhver væri enn í vinnunni eða hvað... jæja ég ákvað seinni kostinn, sem var að ganga á alla glugga á heimilinu (bý sko á jarðhæð) og tékka á því hvort þeir væru opnir, en auðvitað búandi á jarðhæð hafði ég ekki klikkað frekar en fyrri daginn allir gluggar lokaðir nema einn sem er svona upb. 60*60 cm. á stærð. Gat opnað rifu á hann og tróð svo Skottinu inn um hann og hún opnaði svo fyrir okkur. Jæja þá var þessari þraut lokið en dagurinn var ekki búinn enn.

Er ég kom heim af fundi um kl. 22:00 um kvöldið, ákvað ég að fara með ruslapokann útí ruslageymslu og geri það. Morguninn eftir þegar ég ætlaði að fara til vinnu uppgötvaði ég það mér til mikillar gremju að síminn minn var bara alveg týndur, ég fór útí bíl, ofan í óhreinatauskörfuna, alla vasa á öllum buxum og jökkum... púff. ákvað svo að hringja í símann en ekkert heyrðist... ég gekk um íbúðina enginn sími... Er ég kem inn í svefnherbergi heyri ég svona lágan óm af símanum, en ég hélt áfram að hringja í hann úr heimilissímanum, hvaðan kom þetta hljóð, ég lyfti sænginni, kíkti undir rúm, inní alla skápa... en svo barst leitin að glugganum, og hvað haldiði, símanum hafði verið stillt upp við ruslageymsluna okkar, ég hafði þá misst hann er ég fór út með ruslið kvöldið áður......

Er maður í lagi eða hvað???

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

HAHAHAHAHHAHAHAHAH alveg made my day að lesa þessa sögu -gott að það eru fleiri utan við sig en ég - saknaði þín á Esjunni áðan ...next time LOVE Mm