mánudagur, janúar 12, 2009

Vonin.

Púff... já sumir dagar eru erfiðari en aðrir, það er alveg öruggt.

Í góðri bók stendur þetta um vonina:

Von er tilgáta hugans um betri tíð. Von felur í sér ósk, þrá og bæn. Hún hverfist um bjartsýni ug hughreysti og sá sem missir hana fer á andlegan vonarvöl. Von er bæn hjartans, þrá sálarinnar og ósk hugans - sem getur ræst.

Í dag týndi ég voninni í ákveðnu máli og það er sárt.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

æjiiiiiiiii KNUS frá mér MADDA