miðvikudagur, mars 14, 2007

Sumarið

Jæja,

Það er auðvitað leikskólinn sem fær mann til að fara að plana sumarfríið. Við fengum bréf um daginn sem benti okkur á það að við þurfum helst að vera búin að ákveða hvenær barnið fer í frí fyrir miðja næstu viku. OK, skoðum málið það þarf að vera í fríi í a.m.k. 4 vikur samfellt. Auðvitað má taka meira frí og einhverjar vikur auka en allavega þessar 4 vikur. Jæja skoðum nú málið.

Það nýjasta í stöðunni er að dóttirinn er að fara á skátamót í Svíþjóð í 2 vikur í Júlí, Oh mig langar svo með og nú eru fararstjórarnir alveg vitlausir og vilja endilega fá mig með. Á maður ekki bara að skella sér? Chilla bara ein með stóru stelpunni og leika mér í 2 vikur. Why not!!

Er ekki tækifærið núna þegar maður þarf ekki lengur að taka tillit til óska kallsins og getur bara gert það sem maður vill. Mig hefur alltaf langað til útlanda á skátamót alveg síðan ég var krakki svo nú held ég bara að ég stökkvi á það.

Einu sinni skáti ávallt skáti!!