miðvikudagur, júlí 21, 2010

Sumar!

Það er búin að vera einmunaveðurblíða hér á Höfuðborgarsvæðinu já eða á Suðurlandi í allt sumar.  Ég er að fara í frí um helgina og vona svo innilega að blíðan haldi áfram, en það getur varla verið.... er það?  Sumarfrí... já þau eru stundum soldið fyrirkvíðanleg, þegar maður er að fara einn í frí, ég kvíði svo sem ekki mínu þetta árið þó það sé alveg óskipulagt...  Ætla bara að slappa af og vona að litlu skottunni minni leiðist ekki mikið, reikna með að eyða fríinu að mestu leyti heimavið.  Vonandi eru einhverjar fleiri skottur heima sem hægt verður að leika við.
Venjulega hefur allavega eitthvað staðið til, en þetta er alveg óvenjulegt.  Verð örugglega svo fullt á ferðinni þegar á reynir eða reikna svo sem með því, allavega kemur mér ekki til að leiðast.

En að vera í vinnunni eins og veðrið er búið að vera er hrein hörmung, ég þjáist orðið af athyglisbresti og einbeitingarskorti á háu stigi, spurning um að fara að taka svona rítalín eins og börnin.... hehehe...

jæja hætti þessu bulli og held áfram að vinna.