þriðjudagur, janúar 30, 2007

Spákonur

Ég var víst búin að lofa ykkur að láta vita þegar ég væri búin að hitta spákonu. En núna er það ekki bara ein heldur tvær. Já, já, ég fékk nafn hjá einni og hringdi, fékk bara tíma daginn eftir ekki málið. Það var gaman að koma til hennar og hún sagði ýmislegt sem ég ætla nú ekki að fara nánar útí hér. En 2 vikum seinna hringdi þessi sem ég sagði ykkur frá, þessi með bréfið OK ég sló til.

Þær voru nú ekki alveg sammála um allt en ótrúlega margt. Þær lýstu mér og mínu lífi afskaplega rétt og lýstu börnunum mínum líka.

En allavega mér var sagt að árið 2007 yrði svo mörgum sinnum betra en árið 2006 svo nú er bara að trúa því.

....ég sé blátt hjól.....

Vigtin maður!!

Jæja

Fór í vigtun. "Dísus mar". Maður er næstum búin að bæta á sig þessum kílóum sem fuku af fyrstu mánuðina í fyrra. Ég sem var svo agalega stolt í byrjun des. Ég hafði ekki bætt á mig nema 500g þessa mánuði síðan ég hætti í átakinu. Jæja, nú skal sko taka á því, þau voru orðin 3 áðan þegar ég fór í vigtunina.

Nú skal bara skrifuð matardagbók og allt gert rétt!! Ég er reyndar strax búin að svindla í dag svo ekki fær þessi dagur stjörnu í kladdann. En á morgun segir sá lati!! Þetta þýðir ekkert lengur bara drífa sig koma svo!!

Áfram Ísland en í dag spila þeir mikinn tímamótaleik gegn Dönum. Við skulum sko sýna Dönunum í tvo heimana og hverjir eru flottastir!! Við mölum þá bæði á vellinum og í fjármálaheiminum ;-)

Jess

mánudagur, janúar 29, 2007

Lagt á hilluna

Jæja

Þetta hafa svo sem ekki verið viðburðalitlar vikur þessar upphafsvikur ársins en svona er víst lífið. Ég hef ekki skrifað mikið enda mikið í gangi þessa dagana. Ég er búin að vera rosa reið en er nú að jafna mig.

Ég er líka búin að taka ákvörðun. Gamli kallinn minn verður lagður á hilluna. Það er ótrúlegt hvað manni líður miklu betur þegar maður er búinn að taka svona ákvörðun. Ég þekki ekki þennan mann lengur og vil eiginlega ekki þekkja hann eins og hann er núna þannig að hann er bara farinn, hann fær að vera í hillunni þangað til það fellur á hann ryk en þá nenni ég ekki að þurrka af honum heldur set hann inn í geymslu þar til ég tek til þar og fer með allt draslið í Sorpu.

Ég er líka búin að sjá að með þessu er missirinn allur hans. Hann situr uppi með einhverja konu sem hann veit ekki hvort hann vill eða ekki, allavega er hann búinn að missa af mér sem er af flestum talin mun betri kvenkostur á allan hátt. En ég, ég er bara laus! Hann er líka að missa af unglingunum, unglingar eru þannig að maður hittir þá í mýflugumynd rétt á meðan þeir fá sér eitthvað að borða eða koma heim til að fara að sofa og ef maður býr ekki með þeim og hittir þá þessar mínútur þá hittir maður þá bara ekki neitt!! Það er ekkert sem heitir virkar "pabbahelgar" með unglingum.

Ég skil eiginlega ekki afhverju hann reynir ekki að nálgast þau meira, hann hringir í þau annað slagið og búið. Þau gista hjá honum einstaka nótt en annars ekkert. Hann gæti gert milljón hluti með þeim, tekið þau á virkum dögum bara til að spjalla svona þegar þau eru ekki upptekin í öðru, hann gæti platað þau í bíó ofl. ofl. En það gerist bara ekkert hann er svo upptekinn í því að finna sjálfan sig að hann gleymir því að einu sinni bar hann ábyrgð á heimili og börnum!!

Ég held að hann sé bara á "gelgjunni". Samkvæmt tengdó þá fór hann aldrei á gelgjuna svo það er nú ekki seinna vænna svona á fimmtugsaldrinum. Ég get líka fengið létt í taugarnar þegar hann hringir og er svo þreyttur eftir vinnudaginn og að hugsa um sjálfan sig að hann ætlaði bara í sundlaugarnar og pottinn að slappa af. Ég leit á klukkuna hún var rúmlega níu að kveldi til og ég leit svona létt yfir eldhúsið þar sem maturinn var enn á eldhúsborðinu því elsti unglingurinn var ekki kominn heim af æfingu, það var heill bali af þvotti sem átti eftir að brjóta saman, það átti eftir að setja í a.m.k. eina þvottavél, taka úr vélinni, setja í þurrkarann og hengja upp. Ekki nóg með þetta heldur var litla skottið ekki enn komið í náttföt og sat á gólfinu og fullyrti að hún væri bara ekkert "freitt".

Svo hann er bara á hillunni, það er strax farið að falla á hann ryk, á ég ekki bara að fara með hann beint í Sorpu??

þriðjudagur, janúar 16, 2007

Fimleikar

Já, þið lásuð rétt. Fimleikar. Ég æfði fimleika í nokkur ár sem barn og unglingur og þótti gaman að, en svo gerðist það sem gerist svo oft, sérstaklega með stúlkur, að ég fór í smá uppreisn. Ég æfði fimleika á þessum tíma 5 sinnum í viku og svo var ég líka í skátunum og þetta tók auðvitað mikinn tíma svo mikinn að ég hafði ekki tíma til að vera unglingur, þannig að ég hætti öllu!!

Þetta var veturinn eftir fermingu, mjög erfiður aldur, ég var reyndar búin að sjá það að ég yrði aldrei neinn meistari í fimleikunum en ég var vel "slarkfær" svo ég hætti. Ég hætti bara alveg, fullt af stelpum hætti á þessum aldri en nýtti sér þann vöðvamassa og þá þjálfun sem þær höfðu fengið og fóru í frjálsar eða skíði, en ég hætti.

Ég var reyndar í stuttu fríi í skátunum bara svona einn vetur eða svo og ég tel mig enn vera skáta! Einu sinni skáti ávallt skáti.

En hugmyndin að þessum pistli voru nú fimleikar, ég er nefnilega byrjuð aftur í fimleikunum!! Já, já mætti í Gerplu í svona fullorðinstíma með fullt af konum og köllum á öllum aldri, ég er nú kannski í eldri kantinum. En eftir fyrsta tímann var ég farin að fara í heljarstökk af trampolíni og í flikk flakk með aðstoð!! Geri aðrir betur.

Ég var svo ánægð með mig þegar ég gekk titrandi út úr tímanum sem stóð í 2 klst. fyrst var klukkustunda upphitun og þrek svo var farið á trampolínið og leikið sér aðeins en svo var aftur þrek og teygjur í 20 mínútur. Ég lá bara í gólfinu á eftir en gekk út með bros á vör. Ég vildi að svona eitthvað hefði verið þegar ég var rúmlega tvítug, ég væri örugglega enn í fimleikunum. Þetta er pínu erfitt svona 20 kílóum og 27 árum seinna!!

Jess!!

mánudagur, janúar 08, 2007

Spámiðlar oþh.

Jæja

Ég er farin að halda að ég sé ekki alveg í lagi.

Málið er að þrátt fyrir raunvísindamenntun mína og þá staðreynd að lífstala mín er 9 og ég er steingeit finnst mér samt gaman af því að spá í svona "spiritual" hluti.

Ég hef reyndar farið að ég held aðeins 4 sinnum til spákonu á æfinni semsagt svona ca á 5 ára fresti síðan ég varð fullorðin. Núna þegar allar þessar sviptingar hafa orðið á mínu lífi hef ég ætlað mér að fara til spákonu eða karls allt síðasta ár. Ég tók mig til og hringdi í sálarrannsóknarfélag hér í bæ og ætlaði að panta tíma hjá einhverjum góðum. Talaði þar við aðila sem mælti með ákveðinni konu sem byggi útá landi en kæmi reglulega í bæinn og tæki þá fólk í tíma. Mér leist vel á það og mér var lofað að ég yrði látin vita næst þegar hún kæmi í bæinn, tekið var niður nafn og símanúmer og ég beið og ég beið. Eftir nokkra mánuði hringdi ég aftur og enn svaraði sami aðili og sagði að jú hún hefði nú komið en það hefði sennilega gleymst að hringja í mig og enn var tekið niður nafn og símanúmer. Ég beið, reyndar ekki jafnlengi í þetta sinn en hringdi þá aftur og þá var mér sagt að hringja seinna og svo aftur seinna. Ég gafst eiginlega upp þegar 8 mánuðir voru liðnir!

Jæja í síðustu viku var mér svo bent á mjög góða konu en málið með hana væri að maður yrði að setja nafn og símanúmer á blað og stinga inn um lúguna hjá konunni og hún myndi svo hafa samband. OK ég gerði það í síðustu viku og konan hefur ekki enn haft samband! Aðilinn sem lét mig hafa heimilsfang og nafn þessarar konu segir að hún viti ekki um neinn sem hún hefði ekki hringt í!!

OK. Ég er örugglega í svo miklu messi að þetta lið þarna sem er komið yfir móðuna miklu er búið að gefast uppá mér og nennir ekki að tala við mig.

Jæja læt vita þegar einhver vill tala við mig!!

miðvikudagur, janúar 03, 2007

Nýtt ár

Fann þetta ljóð á einhverri bloggsíðu fyrir löngu síðan ákvað að setja þetta inn hérna, ég held að þetta lýsi því nokkuð vel hvernig ég hef það hérna á nýju ári.


If you see me walking with someone else, it's not because I want to,
it's because you weren’t brave enough to walk beside me.
If you see me smile, it's not because I forgot you,
it's because I got tired of crying over you.
If you see me living again, it's not because I've moved on,
it's because I hate the fact that you can live without me.
So if I fall in love with someone else, it's not because I wanted to,
it's because you weren’t there to catch me.


Gleðilegt ár.