fimmtudagur, október 11, 2012

Bara svona til að minna mann á hvað lífið er dásamlegt.

When you are feeling alone like no one cares, read this cuz its absolutely true:
Every night, someone thinks about you before they go to sleep.
At least fifteen people in this world love you.
The only reason someone would ever hate you is because they want to be just like you.
There are at least two people in this world that would die for you.
You mean the world to someone.
Someone that you don't even know exists loves you.
When you make the biggest mistake ever, something good comes from it.
When you think the world has turned its back on you, take a look.
Always remember the compliments you've received.
Forget the rude remarks.

Ný vika!

Já nú er hafin enn ein vikan, fór á vigtina í morgun og sko... hún hefur lækkað aftur!  Fyndið því ég hef verið að svindla og stíga á vigtina svona í miðri viku líka og þá var ekkert að gerast...  grennist ég bara á sunnudögum??

Reyndar er núna kominn fimmtudagur og mér finnst vigtin bara vera að hækka hmm....  jæja, tek þetta á næstu dögum.   Svo er árshátíð um helgina ekki á hún eftir að fara vel með vigtina.  Jæja, en maður má drekka rautt vín í hófi...  hehehe.... mín nýtir sér það.

Annars er lífið bara skemmtilegt þessa dagana :))

fimmtudagur, október 04, 2012

Vigtin aðeins að koma :)









Jæja, 1 kg. komið á mánudaginn síðan ég hóf að vigta mig.  Er búin að taka út allt nammi (eða þannig, borðaði eitt pínulítið prins póló í gærkveldi), eiginlega allt gos (fékk mér gos með matnum á þriðjudag, en þá borðuðum við á Fabrikkunni vegna afmælis stóru prinsessunnar, ég fékk mér líka gos á sunnudag en þá fór ég að sjá BRAVE með stelpunum mínum, hún var bara assgoti góð).  Brauðið er eiginlega farið líka, borða stundum eitt og eitt hrökkbrauð og þá með miklu smjöri, osti eða túnfisksalati fékk mér eina brauðsneið með hádegismatnum á þriðjudag.  Svo hef ég ekki snert kartöflur eða hrísgrjón.  Já kannski kemur þetta bara :))  Aldrei að vita, hef ekki verið svöng eitt augnablik þannig sko, ég borða þegar ég er svöng, það er engin píning í gangi.  Svo vonast ég til að komast í smá svona "ketósu-ástand", þá fær fitan að fjúka.


mánudagur, október 01, 2012

Bjórskólinn :)



Já nú er kominn mánudagur.  Vigtaði mig í morgun og var 1 kg. léttari en þegar ég byrjaði að vigta mig.  En vigtin er reyndar búin að vera að fara upp og niður alla vikuna.Hélt mig nokkuð vel við markmiðin um að taka út sykur, brauð, kartöflur, grjón og fleira sem inniheldur sykur.

 Föstudagskvöldið fór reyndar allt í steik því þá fór ég í Bjórskólann.  Mikið assgoti var gaman þar.  Fórum í Bjórskólann hjá Ölgerðinni, þar tók á móti okkur eldhress ungur maður að nafni Hallgrímur og hann fór eiginlega á kostum allt kvöldið með sögum af bjór og framleiðslu hans.  Bjórinn var bara á krananum og hver og einn  gat drukkið eins mikið og hann vildi, ja eða kom niður.  Auk þess sem kynntar voru fyrir okkur hinar ýmsu tegundir af bjór.  Byggmalt í hinum ýmsu myndum, humlar og fleira auk þess sem farið var í skoðanaferð um bruggverksmiðjurnar báðar tvær.

En já þetta kemur vonandi bráðlega hjá mér, þetta með vigtina.