föstudagur, mars 31, 2006

Vigtoría og vínsmökkun!!

Ég er ferlega svekkt útí sjálfa mig. Ég er svoleiðis komin af strikinu þessa dagana, fæ mér bara súkkulaði ef mig langar í, nenni ekki þessu grænmeti öllu saman og þetta kom svoleiðis niður á vigtinni í gær. Hafði þyngst um 600 g. mér sýndist reyndar á vigtinni heima að ég hefði lést um ca 300 g!! En ég verð þá bara að bíta í það súra epli, svo á morgun er nýr dagur og þá tek ég mig á.

Það voru tveir að koma frá útlöndum í vinnunni og hér hefur skapast hefð fyrir því að ef einhver fer til útlanda hvort sem það er skemmtiferð eða vinnuferð þá kemur hann með einn konfektpoka handa hinum sem ekki fóru neitt. Þetta þýðir semsagt að á kaffistofunni eru tveir yndislega freistandi súkkulaðipokar og maður er auðvitað dottin í þá!!

Jæja, á eftir er ég svo að fara í skoðunarferð upp á Grundartanga, svona vinnutengt og ég veit að það verður boðið uppá eitthvað girnilegt í ferðinni þannig að það er spurning um að fresta öllu þar til á morgun!!

Kannski passa sig soldið en ég veit að ég borða allavega ekki mikið grænmeti í ferðinni og svo er það nammibindindi á morgun. Jæja svo er maður að fara til Parísar á miðvikudaginn og ég veit að það verður farið gott útað borða og drukkið svolítið rauðvín með maður verður nú að leyfa sér eitthvað!!

Þegar ég heyri minnst á Frakkland og rauðvín dettur mér alltaf í hug þegar ég fór í vínsmökkunarferð til Frakklands, ólétt!! Já, já, maður var á ráðstefnu, vinnutengt, í París sem var alla vikuna svo var farið á föstudagseftirmiðdegi til Dijon, þið kannist við sinnepið, í Búrgúndi héraði og við tók 2ja daga sæla í mat og drykk. Frakkinn sem skipulagði fréttina er algjör "gourme" kall það var sko þríréttað a.m.k. bæði í hádeginu og á kvöldin og þegar ég tala um þríréttað þá var líka þrívínað, þ.e. svona sætt vín með forréttinum, svo hvítvín og rauðvín. Svo voru skoðaðir vínbúgarðar, munkaklaustur og fleira, borðað á þvílíkum veitingastöðum. Mín auðvitað ófrísk ekki komin nema 10 vikur á leið og með í för var yfirmaður minn í vinnunni. Ég var ekki búin að segja neinum að ég væri ófrísk og svo var ég þarna í ferðinni dreypandi á rauðu og hvítu víni, allt í þvílíku hófi kannski ekki nema 1 glas í hvert sinn ef það náði því, með þvílíkt samviskubit. Ég var svo kölluð K.... kók þegar ferðinni lauk og frakkinn hlær alltaf þegar hann sér mig og spyr hvort ég sé enn að drekka kók!! Ég er að fara hitta hann á föstudaginn í París, hann skipuleggur þennan hádegisverð sem ég er að fara í.

Sko það er svo skrítið með þetta sem má og ekki má þegar maður er ófrískur. Nú á ég 3 börn. Það elsta er orðið 15 ára og þá var talað um að áfengi væri ekki æskilegt en eitt og eitt glas gæti nú ekki skaðað. Núna 12 árum seinna þegar ég var ófrísk af 3 barninu mínu er talað um að allt áfengi alltaf sé á bannlista!! Hverju á maður að trúa. Ég var nú dauðadrukkinn þegar ég uppgötvaði að ég væri ófrísk af frumburðinum og var þá gengin 8 vikur en hætti auðvitað að drekka um leið en ég fékk mér nú einn og einn bjór eða eitt og eitt rauðvínsglas við tækifæri þó þau væru nú ekki mörg. Hann er bara allt í lagi!!

kv.

þriðjudagur, mars 28, 2006

Paris here I come

Jæja, maður er bara að fara til Parísar. Þetta var svona soldið "surprise", ég fer eftir rúma viku.
Málið er að mamma er búin að vera í París síðan um miðjan feb. og pabbi með henni. Hann kom reyndar heim í 2 vikur en fer aftur á sunnudag. Ég er búin að vera að hugsa um að skella mér í heimsókn til mömmu, en svo bauðst mér óvænt að fara í næstu viku á vegum vinnunnar þannig að ég skellti mér bara verð hjá m+p og gisti þar í svefnsófa í stofunni.
Verður örugglega frábært, ég hef ekki komið til Parísar síðan 2002 en það árið fór ég 2svar til Frakklands, svo fór ég 1999 til Parísar með vinnunni.

Jæja, ég varð bara að segja ykkur þetta ég er svo spennt. Það er svosem ýmislegt í gangi heima þessa dagana en ég nenni ekki að blogga um það, þetta skýrist vonandi allt. Allavega sagði stjörnuspáin mín í Mogganum í dag að þolinmæði og þrautsegja væru dyggðir. Þannig maður verður að trúa því og vera þolinmóður.

Matarræðið allt í rúst, ég er í nammikasti þessa dagana, svo ég hálfkvíði fyrir vigtinni á fimmtudag. :-((

Svona er lífið.

fimmtudagur, mars 23, 2006

Vigtoría ekki vinkona mín

Jæja, stóri dómur fallinn.

Ég þyngdist um 500 g. þessa vikuna, mér finnst samt eins og vigtin heima sé enn að síga. Kannski búin að standa í stað þessa vikuna.

Þetta er auðvitað bara mér að kenna, barnaafmæli og saumó allt í sömu vikunni. Þó ég hafi gætt hófs í áti, þá er þetta samt sykur og þess háttar. Jæja ekkert að gefast upp held bara áfram ótrauð, maður má ekki láta smá bakslag slá sig útaf laginu. En á morgun er djamm í vinnunni þannig að ekki lækkar vigtin í næstu viku, ég ætla nefnilega að fá mér aðeins í glas. Mér finnst ég alveg eiga það inni eftir þessar erfiðu vikur.

Þegar ég á við erfiðar vikur er ég ekki að meina matarræðið heldur aðrir hlutir sem koma kannski seinna hér þegar ég hef hugrekki til.

Annars er ég yfir mig montin mamma þessa dagana. Ég á svo frábæra krakka. Sonurinn 15 ára er kominn í unglingalandsliðið í sundi og er að fara í æfingabúðir um helgina. Svo á ég líka þessa frábæru dóttur í 7. bekk sem er að keppa í stóru upplestrarkeppninni, komin í úrslit úr sínum skóla og á að keppa í bæjarleikhúsinu í kvöld.

Upp fyrir þessum meiri háttar krökkum sem ég á!!

miðvikudagur, mars 22, 2006

Hvernig árstíð ertu




You Are Winter!



Intelligent

Serious

Cozy

Calm

Shy




Já ég er vetur, það passar ágætlega við mig, ég er nefnilega líka vetur í litgreiningu.

mánudagur, mars 20, 2006

Sukkvika

Úff!!

Þetta er nú ekki alveg í lagi. Nú missti ég 2 kg. í síðustu vigtun og varð ofsa ánægð með það. En hvað gerist svo. Litla skottið á heimilinu átti afmæli á föstudag og á var bökuð kaka, sem ég sem bakarinn þurfti auðvitað að smakka á og svo var fullt hús af gestum í gær og fleiri fleiri kökur á boðstólnum. Reyndar borðaði ég grænmetisskammtinn en eiginlega svo bara kökur (með sykri) í mat. Þannig að í dag er ég að springa úr sykurskorti, keypti mér súkkulaðistykki áðan!! Obbobbobb. Var enga stund að sporðrenna því og er svo að springa úr samviskubiti. Er maður ekki alveg í lagi? Haa.

Jæja en svo er saumaklúbbur í kvöld, ætla að fá mér smá en ég er svo sem ekki vön að missa mig í kræsingum í svona saumaklúbbum en á örugglega eftir að smakka á öllu!! það er bara ég.

Það voru allir að tala um það í gær hvað ég hefði grennst. Fólk er farið að sjá mun!! Svo ætla ég bara að éta þetta allt á mig aftur eða hvað?

Jæja þessar vikur eru ótrúlega erfiðar, það kemur kannski í ljós seinna hvað er í gangi en svona er stundum lífið bara töff.

Þarf að útbúa tómatsúpuna mína í kvöld til að eiga næstu daga.

bloggumst.

fimmtudagur, mars 16, 2006

Mér finnst alltaf soldið gaman af svona

(x) Drukkið áfengi
(x ) klesst bíl vinar/vinkonu - Telst pabba bíll með?
(x) stolið bíl (foreldranna)
(x) verið ástfangin
(x) verið sagt upp af kærasta/kærustu
(x) faðmað einhvern ókunnugann
( ) verið rekin/n
(x) lent í slagsmálum
(x) læðst út meðan þú bjóst ennþá heima hjá foreldrunum
(x) haft tilfinningar til einhvers sem endurgalt þær ekki
( ) verið handtekin/n
( ) farið á blint stefnumót
(x) logið að vini/vinkonu
(x) skrópað í skólanum
( ) horft á einhvern deyja
( ) farið til Canada
( ) farið til Mexico
(x) ferðast í flugvél
( ) kveikt í þér viljandi
(x) borðað sushi - því miður, ekki gott
( ) farið á sjóskíði
(x) farið á skíði
(x) hitt einhvern sem þú kynntist á internetinu
(x) farið á tónleika
(x) tekið verkjalyf
(x) elskar einhvern eða saknar einhvers akkurat núna
(x) legið á bakinu úti og horft á skýin
(x) búið til snjóengil
(x) haldið kaffiboð
(x) flogið flugdreka
(x) byggt sandkastala
(x) hoppað í pollum
(x) farið í "tískuleik"
(x) hoppað í laufblaðahrúgu
(x) rennt þér á sleða
(x) grátið svo mikið að þér finnst þú aldrei ætla að hætta
(x) svindlað í leik
(x) verið einmana
(x) sofnað í vinnunni/skólanum
(x) notað falsað skilríki
(x) horft á sólarlagið
(x) fundið jarðskjálfta
(x) sofið undir berum himni
(x) verið kitluð/kitlaður
(x) verið rænd/rændur- það var brotist inn í geymsluna telst það með?
(x) verið misskilin/n
(x) klappað hreindýri/geit/kengúru
(x) farið yfir á rauðu ljósi/virt stöðvunaskyldu að vettugi
( ) verið rekin/n eða vísað úr skóla
( ) lent í bílslysi
(x) verið með spangir/góm
(x) liðið eins og þú passaðir ekki inn í/þriðja hjól undir vagni
(x) borðað líter af ís á einu kvöldi
(x) fengið deja vu
(x) dansað í tunglskininu
(x) fundist þú líta vel út
(x) verið vitni að glæp
(x) efast um að hjartað segði þér rétt til
( ) verið gagntekin/n af post-it miðum
(x) leikið þér berfætt/ur í drullunni
(x) verið týnd/ur
(x) synt í sjónum
( ) fundist þú vera að deyja
(x) grátið þig í svefn
(x) farið í löggu og bófa leik
(x) litað nýlega með vaxlitum
(x) sungið í karaókí
(x) borgað fyrir máltíð eingöngu með smápeningum
(x) gert eitthvað sem þú lofaðir sjálfri/sjálfum þér að gera ekki
(x) hringt símahrekk
(x) hlegið þannig að gosið frussaðist út um nefið á þér
(x) stungið út tungunni til að ná snjókorni
(x) dansað í rigningunni
(x) skrifað bréf til jólasveinsins
( ) verið kysst/ur undir mistilteini
(x) horft á sólarupprásina með einhverjum sem þér þykir vænt um
(x) blásið sápukúlur
(x) kveikt bál á ströndinni
( ) komið óboðin/n í partý..
( ) verið beðinn um að yfirgefa partýið
( ) farið á rúlluskauta/línuskauta
(x) hefur einhver óska þinna ræst
( ) farið í fallhlífastökk - nei en þetta er eitthvað sem ég ætla að gera
( ) hefur einhver haldið óvænt boð fyrir þig
(x) búið erlendis
(x) komið til Ástralíu - ég bætti þessu inn sjálf finnst Ástralía eiginlega meira spennandi en Canada
(x) kafað í sjónum

þessi 3 síðustu bætti ég við sjálf.

Ég hef gert alveg rosalega mikið finnst mér. Maður er nú líka kona með reynslu svona komin á fimmtugsaldurinn.

Álag og þyngd.

Jæja, þá er aftur kominn vigtoríu dagur. Fór áðan og var búin að missa 2 kíló! Svaka broskall fyrir mig, en samt ekki því ég veit alveg afhverju ég er búin að missa svona mikið.

Málið er að á föstudaginn krassaði svona trukkur inn í líf mitt! (Sbr. bíómyndina Blóðbönd.). Þetta þýddi auðvitað að ég hafði enga matarlyst og fór engan veginn eftir prógramminu, svindlaði á súkkulaði ofl. ofl. en 2 kíló fóru. Vonandi að það haldist.





mánudagur, mars 13, 2006

Vigtoría í góðu skapi.

Ég fór í vigtun á fimmtudaginn eins og alla fimmtudaga síðan ég byrjaði þetta blessaða átak mitt og vigtoría hafði farið til baka þannig að ég hafði misst 500g. sem er það sama og ég hafði bætt á mig í vikunni fyrr. Jæja, það er þá allavega eitthvað að gerast. Vonandi fer nú vigtin eitthvað niður á fimmtudag.

Í aðhaldi

Ég lenti í svolitlu skrítnu um helgina. Það er einhvern veginn voða mikið álag í gangi, allt í einhverri steik, nánar um það kannski seinna. En það besta við þetta er að ég var svo stressuð að ég hafði enga lyst á mat!

Kommon, ég ekki lyst á mat, detta nú af mér allar dauðar lýs. Ég kom bara ekki nema pínu litlu niður alla helgina. Vigtin fór líka í loftköstum niður held ég hafi verið 1,5 kílóum léttari í morgun heldur en á föstudag. En það er auðvitað ekkert að marka, þetta er bara vatn og svo fór ég líka offari í nammi, sló bara öllu upp í kæruleysi kom ekki niður grænmeti en fékk mér "djúpur" í staðin. Veit einhver hvort það er grænmeti í lakkrís?? Ég veit að súkkulaði er bara grænmeti!!

Jæja það hefur gengið aðeins betur að borða í dag, fékk mér morgunkorn í morgun og djúsglas og kom niður hálfri gúrku og 2 tómötum í hádeginu auk 1 brauðsneiðar. Drakk líka 1 skyr.is drykk. Jæja ég á þá eftir 1 brauðsneið og fullt af öðru dóti í kvöld.

Vonandi fara stormarnir að lægja þarna heima svo matarræðið komist aftur í samt lag.

bloggumst.

þriðjudagur, mars 07, 2006


YELLOW



You are very perceptive and smart. You are clear and to the point and have a great sense of humor. You are always learning and searching for understanding.




Find out your color at Quiz Me!


fimmtudagur, mars 02, 2006

Úpps vigtoría

Jæja, eins og ég bjóst við, ég þyngdist!! Hver er í aðhaldi og þyngist á milli vikna??

Fáránlegt.

Konan brosti til mín og sagði, "þetta er saltkjötið" Oh mér fannst hún geðveikt sæt að segja þetta.

Já,já það myndast svo mikill bjúgur af saltkjötinu öllum 120 gr sem ég borðaði!! Jæja en það má svo sem alveg trúa því.

Svo kom ég upp í vinnu og þá voru stelpurnar á leiðinni út að fá sér súpu og brauð og ég með allann minn sjálfsaga sagði auðvitað "ég með"!! Halló, er ekki allt í lagi heima hjá þér!!

Hundfúl útí sjálfa mig, súkkulaðirúsínurnar og kakósúpuna sem ég borðaði í gærkveldi. Jæja, svindldagur í dag pizza í kvöldmatinn og svo byrja ég á fullu á morgun! Á morgun segir sá lati!!

bloggumst.


miðvikudagur, mars 01, 2006

Freistingar

Þvílíkar freistingar alls staðar, ég er búin að komast að því að ég hef engann sjálfsaga! Ha, hvað er það?? Ég má ekki sjá neitt nammi eða slíkt og þá er ég fallin. Ég byrjaði voða dugleg í danska og ætlaði bara að drekka 1/2 l. af sykurlausi gosi á dag!! Ég er sko í 2 lítrum veit ekki af því fyrr en ég er búin að demba í mig 1/2 l. og svo fæ ég mér meira og meira!!
Jæja, ég held að vigtoría verði ekkert sérstaklega góð við mig á morgun en það verður að koma í ljós.

Markmið næstu viku verður að minnka gosið!!