þriðjudagur, febrúar 28, 2006

Átak





Ég eins og meirihluti þjóðarinnar ákvað það um áramót að taka mig á í matarræðinu. Ég var komin með nóg af sjálfri mér.

Þegar ég og maðurinn minn byrjuðum saman voru 25 kg. á milli okkar en nú eru þau allt í einu orðin 10 og hann hefur bætt þó nokkrum á sig á síðustu árum þó ekki sé rétt að tala um að hann sé feitur mér finnst hann alveg mátulegur. Þá þ.e. fyrir 18,5 árum síðan var ekki hægt að klípa hann það var bara ekkert nema þunn húðin en núna er komið smá lag en ekkert sem hann þarf að hafa áhyggjur af 190 cm langur maðurinn hann er bara fínn.

Jæja en nóg um það ég ákvað að fara í átak og kynnti mér hinn margumtalaða "Danska kúr" sem er auðvitað ekki neinn kúr heldur svona lífstílsbreyting og markmiðið er að ná af sér svona 20 kílóum!

Mér finnst ganga ágætlega að fylgja prógramminu en mér finnst vigtin ekki falla nógu hratt. Ég svindla stundum pínu, t.d. í gær fékk ég mér bollu en það er bara ein bolla! Stundum fæ ég mér í eitt glas eða svo en það er líka bara eitt glas en vigtin er ekki að síga nógu hratt. Mér finnst ég suma daga standa í stað samt eru farin næstum 4 kíló á 1,5 mánuðum og meðaltalið er ekkert slæmt en come on. Maður er alltaf að lesa um konur sem eru að missa á annað kíló á viku!! Hjá mér eru þetta nokkur skitin grömm!!

Jæja en ég ætla nú ekki að gefast upp strax og kannski þarf maður að stofna svona átakssíðu og láta vita af henni til að þetta fari að ganga eitthvað?

jæja meira seinna

Engin ummæli: