miðvikudagur, apríl 19, 2006

Smá hugleiðing um "átak" og blogg

Jæja, nú er maður búin að segja kallinum frá blogsíðunni, þá er nú eins gott að hafa eitthvað bitastætt á henni. Eitthvað svona skemmtilegt til að fólk nenni að kíkja á þetta hjá mér. Það eru skemmtilegu síðurnar sem fólk skoðar aftur og aftur en þær fúlu gleymast bara og maður nennir ekki að kíkja á þær aftur.

Ég er svona að reyna að koma sér í gírinn með matarræðið. Blessaða átakið gekk ekkert of vel þarna síðustu vikurnar fyrir páska svo kom París og svo páskar. Nú þarf að taka á því.

Ég geri það svona einstaka sinnum að skoða blogsíður hjá svona kerlingum eins og mér sem eru í átaki. Það veitir manni mjög mikinn innblástur og ég er svona að gera mér grein fyrir því að þetta er auðvitað ekkert átak heldur á þetta að vera lífstílsbreyting. Vonandi að það takist hjá mér. Það er engin vigtun í þessari viku og var heldur ekki í þeirri síðustu, það er svona að vera með vigtunardaga á fimmtudögum.

bloggumst

Engin ummæli: