þriðjudagur, nóvember 21, 2006

Róm-Rome-Roma

Vá, ég var í þessari stórkostlegu borg, Róm rokkar eins og unglingarnir segja. Ég hef reyndar komið þarna einu sinni áður en þá náði maður einhvern veginn ekki utan um þetta allt saman. Þetta er allt svo stórt og mikið og yfirskreytt að listaverkin týnast í fjöldanum. En þvílík borg. Við vorum líka hrikalega heppin með veður á meðan allt fraus hér heima sátum við í 20°C stiga hita og sötruðum rauðvín og bjór, bara frábært.

Ég fór einnig til Pompei þar sem dóu einhver þúsund manna fyrir tæplega 2000 árum þegar Vesúvíus gaus sínu fræga sprengjugosi og eitraðar gufur drápu allt sem fyrir varð. Það er svolítið skrítið hvað minni manna er stutt, ef það yrði svona gos í dag þá búa rúmlega 3 milljónir manna á hættusvæði. Svo var annað sem mér fannst svolítið athyglisvert, það var það að í Róm til forna voru embættismenn kosnir með árs millibili þannig að menn urðu að standa og falla með því hvort þeir hefðu nú staðið við öll kosningaloforin. Hér heima er kosið á 4ra ára fresti og er það örugglega gert að ásettu ráði því á fjórum árum gleymir almenningur hverju var lofað og hverju ekki!! Come on! er þetta ekki allt eitthvað "norskt" samsæri.

Jæja ég á örugglega eftir að blogga um kosningar þega nær dregur því ég er mikil áhugamanneskja um það sem gerist í samfélaginu þó ekki sé ég á leiðinni í stjórnmálin, allavega ekki enn.

Jæja nóg úr rauðvínsmarenaða hausnum mínum í bili!!

Engin ummæli: