mánudagur, desember 15, 2008

Skemmtanalífið í Reykjavík

Eins og þeir sem mig þekkja vita er ég nú ekki vön að vera mikið út á lífinu eins og það er orðað. Jafnvel þó maður sé einhleypur þá er maður ekkert að þvælast í bæinn nema eiga erindi eða vera í einhverjum skemmtilegum hóp.

Í haust fór ég eitthvað að hugsa þetta og komst að því að ég hafði bara ekki farið í bæinn á föstudags- eða laugardagskvöldi síðan einhvern tíman í fyrravetur. En svo rann upp nóvember og desember og mér líður eins og ég sé að verða sérfræðingur í Reykvísku næturlífi, það hefur verið farið í bæinn um hverja einustu helgi hva, fjórar helgar í röð.

En allavega kíkti ég aðeins á Reykvískt næturlíf á föstudagskvöldinu og manni líst svona vægt sagt misvel á þetta "líf". Hvar er fólkið svona eins og ég, bara venjulegt fólk á besta aldri? Veit það ekki, sennilega að leita að hinum svipað og ég. Gullkorn dagsins, eða kvöldsins var nú samt að vinkona mín heimtaði að við byrjuðum á Vínbarnum. Hmmm.. ég hef svo sem komið nokkrum sinnum á Vínbarinn og það er ágætt að vera þar svona framundir miðnætti en þá fyllist staðurinn af "eldra fólki", (lesist mun eldra en ég hehehe). Já en það var semsagt "trikkið", fara inn á Vínbarinn og ganga einn hring fara svo út aftur og þá liði okkur svo vel því við værum sko pottþétt yngstar á barnum.....

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hummm þetta er eiginlega svona vísbending um að meira leynist í sögunni að lokinni "sýnislabbi" um vínbarinn - hlakka til að heyra framhaldið - ég stakk einmitt af á "djammið" líka á föstudag - með strætó og jább var komin heim snemma eins og alltaf HAHA

ofurmamma sagði...

Já þú ert alveg ferleg, örugglega verið löngu sofnuð þegar við loksins drifum okkur í bæinn um 2:30 leytið.... hehehe