miðvikudagur, febrúar 17, 2010

Horfðu á mig

Ég fékk bókina "Horfðu á mig" eftir Yrsu Sigurðardóttur í jólagjöf.  Ég hef áður aðeins lesið eina bók eftir Yrsu og hét sú "Þriðja táknið", ég veit það ekki ég var ekkert voðalega hrifin af henni, en þessi bók þ.e. þessi nýja er allt öðru vísi og miklu, miklu betri.  Allavega náði hún mér alveg og mér finnst Yrsu ganga snilldarlega að segja eiginlega tvær sögur í einni og ná að flétta þeim svo saman í restina.  Hún greip mig allavega og las ég hana í einum grænum.  Mæli með henni við fólk sem hefur áhuga á glæpasögum sem gerast í nútímanum.  Þarna er Þóra að rannsaka mál sem gerist á sambýli fyrir fatlaða og um leið fléttar hún saman við þá sögu draugasögu úr Mosó...  Allavega góð útkoma, til hamingju Yrsa.

Engin ummæli: