fimmtudagur, janúar 20, 2011

Minni karla 2011

Já, þar kom að því að ég, einn mesti feministinn í fyrirtækinu var beðin um að halda "minni karla" á þorrablóti fyrirtækisins.
Jú, mikill heiður, og mér var sagt að fullt af hugmyndum um karla hefði komið upp þegar talað var um minni kvenna en aðeins eitt nafn þegar talað var um minni karla.


Ræðan mín var eitthvað í þessa átt, ég flutti hana blaðlaust og hringlaði aðeins í þessu:


Á ísskápnum mínum er segull sem á stendur:

Það eru 5 leiðir að því að verða hamingjusöm:
1. Náðu þér í karlmann sem elskar heimilisstörfin.
2. Náður þér í karlmann sem fær þig til að hlæja
3. Náðu þér í karlmann sem skaffar vel
4. Náður þér í karlmann sem er frábær elskhugi.
5. leiðin síðust en ekki síst
Passaðu það að þessir karlmenn hittist aldrei!!

Þetta eru auðvitað hugmynd kvenna um hinn fullkomna eiginmann.

Við sem látum okkur nægja einn í einu höfum svo sem sætt okkur við að finna mann sem uppfyllir tvö af þessum skilyrðum og ef við erum heppnar uppfyllir hann þrjú .......

Í eldgamla daga var það hlutverk mannsins að fara út verja landsvæði sitt og veiða í matinn á meðan konan var heima og sá um ungviðið og gamalmennin, rækta grænmeti og safna ávöxtum og berjum, sauma fötin og elda matinn.. Karlarnir komu svo heim að kveldi þreyttir eftir erfiðan veiðidag og settust við eldinn og sögðu hvor öðrum skemmtisögur og afrekssögur dagsins.

Í dag eru hlutverkin ekki jafnskýr, og allir farnir að vasast í öllu. Auðvitað ruglar þetta alla. Enginn veit lengur hvert hlutverk sitt er.

Sumar segja að karlmenn séu að verða óþarfir nema til undaneldis hmm... jú og sumir ganga nú jafnvel svo langt að segja að það sé að verða úrelt líka, ég er nú ekki alveg sammála þessu, ég þarf minn karlmann, allavega til að ná í hluti úr efstu skápunum og opna fyrir mig krukkur.....

Kynin eru auðvitað ólík og ég fann gamlann brandara sem lýsir þessu soldið vel en hann fjallar um hvernig á að heilla konur og karla

Strákar hlustið nú hverrnig á svo að heilla konur;

Hrósaðu henni,
faðmaðu hana,
kysstu hana,
elskaðu hana,
strjúktu henni,
stríddu henni,
huggaðu hana,
verndaðu hana,
kauptu gjafir handa henni,
bjóddu henni út að borða,
hlustaðu á hana,
stattu við hlið hennar,
styddu hana,
farðu hvert sem er fyrir hana...

Og stelpur hlustið nú hvernig á að heilla stráka:

Mættu nakin...... með bjór.

Karlar eru bara svo skemmtilegir, þeir eru svo miklir strákar, þeir gera ýmislegt sem við stelpurnar myndum ekki láta okkur detta í hug að gera. Þeir elska græjur, hraða, spennu, leiki og keppni.

Maður gæti kannski reynt að gera sér í hugalund hvernig veröldin liti út án karla.
Við mundum örugglega aka um á unhverfisvænum hægfara bílum, ef við værum með bíla yfirhöfuð, það væru engar fjarstýringar og jafnvel ekki sjónvörp, það væri kannski minna um óeirðir og ofbeldi en hvort samkomulagið væri eitthvað betra veit ét ekki, það væri minna um gleði og leiki, við erum allar svo svakalega praktískar

Og hugsið ykkur HM í handbolta í karlalausri veröld

Jæja stelpur, það verður að leyfa öllum að vera með, passa uppá að allir fái að vinna, bannað að slást og já já stelpur koma nú, en passið nú uppá að allir fái að vinna.

Nei takk, ég elska þessa karla, heimurinn væri svo glataður án þeirra, þó þeir séu langt frá því að vera fullkomnir, frekar en við konurnar!

Karlmenn eru sterkir, fallegir og yndislegir - afi, pabbi, eiginmaður, kærasti, bróðir og sonur. Mikið er ég fegin að við þurfum enn á þeim að halda og þeir á okkur.


Alexander Peterson, ólafur stefánsson, guðjón valur.. strákarnir á EFLU,..... þarf ég að segja meira

Til hamingju með daginn strákar þið eruð frábærir.

Engin ummæli: