mánudagur, september 17, 2012

Mánudagur til mæðu? eða alls ekki

Það er tvennt sem mér er ofarlega í huga þennan mánudag.

Í fyrsta lagi, var helgin frábær, fór í Hrunaréttir á föstudag og þar á eftir í kjötsúpu á þremur bæjum. Laugardagurinn hófst með frábærum morgunverði hjá Inga og Elsu og svo var farið á hestbak. Ég hef aðeins einu sinni áður farið á hestbak og þá var ég búin að drekka svolítið og kunni ekkert, kann svo sem ekkert enn, en þetta var mun betri reiðtúr en sá síðasti. Ég sé það alveg kærastanum til mikils ama að ég gæti alveg hugsað mér að fara á hestbak af og til í framtíðinni! :).

Í öðru lagi þá er það kókleysið, ég er búin að vera kóklaus í viku og langar bara ekkert í það enn. Vonandi tekst mér að halda þessu og geta svo í framtíðinni fengið mér kók svona einstaka sinnum án þess að skítfalla. En allavega gaf svo eitt knús á kaffistofunni í morgun og mér líður vel.

Engin ummæli: