föstudagur, mars 31, 2006

Vigtoría og vínsmökkun!!

Ég er ferlega svekkt útí sjálfa mig. Ég er svoleiðis komin af strikinu þessa dagana, fæ mér bara súkkulaði ef mig langar í, nenni ekki þessu grænmeti öllu saman og þetta kom svoleiðis niður á vigtinni í gær. Hafði þyngst um 600 g. mér sýndist reyndar á vigtinni heima að ég hefði lést um ca 300 g!! En ég verð þá bara að bíta í það súra epli, svo á morgun er nýr dagur og þá tek ég mig á.

Það voru tveir að koma frá útlöndum í vinnunni og hér hefur skapast hefð fyrir því að ef einhver fer til útlanda hvort sem það er skemmtiferð eða vinnuferð þá kemur hann með einn konfektpoka handa hinum sem ekki fóru neitt. Þetta þýðir semsagt að á kaffistofunni eru tveir yndislega freistandi súkkulaðipokar og maður er auðvitað dottin í þá!!

Jæja, á eftir er ég svo að fara í skoðunarferð upp á Grundartanga, svona vinnutengt og ég veit að það verður boðið uppá eitthvað girnilegt í ferðinni þannig að það er spurning um að fresta öllu þar til á morgun!!

Kannski passa sig soldið en ég veit að ég borða allavega ekki mikið grænmeti í ferðinni og svo er það nammibindindi á morgun. Jæja svo er maður að fara til Parísar á miðvikudaginn og ég veit að það verður farið gott útað borða og drukkið svolítið rauðvín með maður verður nú að leyfa sér eitthvað!!

Þegar ég heyri minnst á Frakkland og rauðvín dettur mér alltaf í hug þegar ég fór í vínsmökkunarferð til Frakklands, ólétt!! Já, já, maður var á ráðstefnu, vinnutengt, í París sem var alla vikuna svo var farið á föstudagseftirmiðdegi til Dijon, þið kannist við sinnepið, í Búrgúndi héraði og við tók 2ja daga sæla í mat og drykk. Frakkinn sem skipulagði fréttina er algjör "gourme" kall það var sko þríréttað a.m.k. bæði í hádeginu og á kvöldin og þegar ég tala um þríréttað þá var líka þrívínað, þ.e. svona sætt vín með forréttinum, svo hvítvín og rauðvín. Svo voru skoðaðir vínbúgarðar, munkaklaustur og fleira, borðað á þvílíkum veitingastöðum. Mín auðvitað ófrísk ekki komin nema 10 vikur á leið og með í för var yfirmaður minn í vinnunni. Ég var ekki búin að segja neinum að ég væri ófrísk og svo var ég þarna í ferðinni dreypandi á rauðu og hvítu víni, allt í þvílíku hófi kannski ekki nema 1 glas í hvert sinn ef það náði því, með þvílíkt samviskubit. Ég var svo kölluð K.... kók þegar ferðinni lauk og frakkinn hlær alltaf þegar hann sér mig og spyr hvort ég sé enn að drekka kók!! Ég er að fara hitta hann á föstudaginn í París, hann skipuleggur þennan hádegisverð sem ég er að fara í.

Sko það er svo skrítið með þetta sem má og ekki má þegar maður er ófrískur. Nú á ég 3 börn. Það elsta er orðið 15 ára og þá var talað um að áfengi væri ekki æskilegt en eitt og eitt glas gæti nú ekki skaðað. Núna 12 árum seinna þegar ég var ófrísk af 3 barninu mínu er talað um að allt áfengi alltaf sé á bannlista!! Hverju á maður að trúa. Ég var nú dauðadrukkinn þegar ég uppgötvaði að ég væri ófrísk af frumburðinum og var þá gengin 8 vikur en hætti auðvitað að drekka um leið en ég fékk mér nú einn og einn bjór eða eitt og eitt rauðvínsglas við tækifæri þó þau væru nú ekki mörg. Hann er bara allt í lagi!!

kv.

Engin ummæli: