fimmtudagur, mars 23, 2006

Vigtoría ekki vinkona mín

Jæja, stóri dómur fallinn.

Ég þyngdist um 500 g. þessa vikuna, mér finnst samt eins og vigtin heima sé enn að síga. Kannski búin að standa í stað þessa vikuna.

Þetta er auðvitað bara mér að kenna, barnaafmæli og saumó allt í sömu vikunni. Þó ég hafi gætt hófs í áti, þá er þetta samt sykur og þess háttar. Jæja ekkert að gefast upp held bara áfram ótrauð, maður má ekki láta smá bakslag slá sig útaf laginu. En á morgun er djamm í vinnunni þannig að ekki lækkar vigtin í næstu viku, ég ætla nefnilega að fá mér aðeins í glas. Mér finnst ég alveg eiga það inni eftir þessar erfiðu vikur.

Þegar ég á við erfiðar vikur er ég ekki að meina matarræðið heldur aðrir hlutir sem koma kannski seinna hér þegar ég hef hugrekki til.

Annars er ég yfir mig montin mamma þessa dagana. Ég á svo frábæra krakka. Sonurinn 15 ára er kominn í unglingalandsliðið í sundi og er að fara í æfingabúðir um helgina. Svo á ég líka þessa frábæru dóttur í 7. bekk sem er að keppa í stóru upplestrarkeppninni, komin í úrslit úr sínum skóla og á að keppa í bæjarleikhúsinu í kvöld.

Upp fyrir þessum meiri háttar krökkum sem ég á!!

Engin ummæli: