fimmtudagur, maí 18, 2006

Kíló og markmið.

Jæja,

Loksins hafðist það, þ.e. þetta með kílóin og markmiðin.

Fór undir fyrsta þrepið.

Annars allt í smá mínus, maður er í þvílíkum rússíbana tilfinningalega þessa dagana. Svo líða dagar og vikur og maður siglir þetta áfram. Ég og kallinn fórum til ráðgjafa áðan, mér líst mjög vel á hana, gott að tala við hana. En við erum ekki í þessu með sama markmiði. Ég vil að þetta hjónaband lifi en hann ekki eða þannig. Hann er að senda svo misvísandi skilaboð að það hálfa væri nóg og alltaf fell ég fyrir því og held að hann sé nú að átta sig.

Ég hef engar áhyggjur af því að ég eigi ekki eftir að reddast fjárhagslega, ég hef heldur ekki áhyggjur af því að ég eigi ekki eftir að eignast annan kall, en mér finnst þetta bara óþarfi þegar ég elska minn kall og er alveg viss um það að ég yrði ekkert hamingjusamari með nýjan. Þar að auki þyrfti maður að díla þetta með stjúptengsl og pabbahelgar skipta jólum, páskum, sumarfríum. Mér finnst þetta bara ömurlegt!!

Ömurlegt!

Engin ummæli: