föstudagur, júní 02, 2006

20 ára stúdent og enn ung!

Já, það er víst,

Ég fór um daginn á svona 20 ára stúdent "reunion" alveg ótrúlega gaman. Nú var minn bekkur soldið spes við vorum mjög samhent en soldið mikið bara fyrir okkur vorum ekkert að mingla allt of mikið við restina af árgangnum, áttum bara nóg með okkur. En það var svo gaman að hitta bekkinn og ég segi ykkur það að það var 83% mæting í okkar bekk!! En það var líka svo gaman á endurfundunum, að það kjaftaði af manni hver tuska. Maturinn kom 2 tímum of seint og var kaldur en það skipti ekki máli við drukkum bara meira rauðvín í staðinn. Svo var dansað við gömlu diskólöginn, því eins og aldurinn segir til um þá vorum við í menntó á diskótímabilinu, dansinn dunaði svo fram á nótt ég held að klukkan hafi verið rúmlega fjögur þegar slökkt var á græjunum og ljósin kveikt. Það sem kom manni kannski mest á óvart var hvað stelpurnar eru enn miklar skvísur og strákarnir töffarar, liðið hafði breyst ótrúlega lítið. Strákarnir flottir ekki með bumbu og skalla, og þeir sem voru með það, báru það bara ótrúlega vel. Stelpurnar voru sko bara flottar!!

jæja, lífið heldur áfram

Engin ummæli: