mánudagur, júní 26, 2006

Börnin

Jæja eins og hjá flestum foreldrum sem eiga börn á grunnskólaaldri er oft búið að skipuleggja helgarnar fyrir mann. Þ.e. ef börnin eru í einhverjum íþróttum eða tómstundum. Þannig fór það um þessa helgi. Sonurinn var að keppa á Aldursmeistarmóti íslands í sundi (AMÍ) í Reykjanesbæ um helgina. Þetta eru skemmtilegustu sundmót ársins og fer allur veturinn í það að ná lágmörkum til að fá að keppa á mótinu. Allavega var ég þarna alla helgina að dást að mínum dreng og hinum börnunum og unglingunum sem sýndu þarna listir sínar.

Þetta er ótrúleg elja að synda og synda, minn æfir 6 sinnum í viku og tekur hver æfing ef maður tekur tímann sem fer í sturtu, heita pottinn og í það að koma sér á æfingu og heim aftur u.þ.b. 3 tíma!! það gera 18 tímar á viku sem er næstum hálf vinnuvika. Það er von að þessir krakkar eigi kannski ekki mikið líf eftir skóla og æfingar. Það eru syntir nokkrir kílómetrar á æfingu þannig að næg er brennslan. Allavega er ekki til gramm af fitu á syni mínum og oft er orkan alveg búin líka, það er svolítið erfitt að vera að stækka og þroskast fyrir utan orkuna sem fer í íþróttina.

En það er líka gaman þegar farið er á svona stórt sundmót og þau uppskera eftir allt erfiðið. Það er ef það verða bætingar. Þær voru nú ekki miklar hjá okkar liði og viðurkenndi þjálfarinn að hann hefði sennilega misreiknað sig eitthvað aðeins og þau yrðu örugglega frábær um næstu helgi þegar keppt verður á bikar.

Ég held nú að minn hafi samt verið bara nokkuð ánægður með helgina.

með klórkveðjum

3 ummæli:

Mamma tveggja pjakka sagði...

Hæ,
Vildi bara kvitta því ég þvældist inn á síðuna þína... aftur. Mér finnst þú svo frábær. Var að leita af einni sem kallar sig ofurmamma í spjallgrúppu sem ég er í.
Ég er úr Reykjanesbæ og sundlaugin þar er æði.
Kveðja
Friðrika

Fríða sagði...

Já, ég villtist víst líka hér inn og fór að lesa og sá að við eigum ýmislegt sameiginlegt þótt við þekkjumst örugglega ekki.

ofurmamma sagði...

Takk fyrir commentin, það kitlar hégómagirndina að einhver sé að lesa þessar pælingar hjá manni.