föstudagur, desember 29, 2006

Flugeldar

Ég er mikil flugeldamanneskja, ég er aðalskjótarinn í minni fjölskyldu, kallinn hefur í gegn um tíðina ekkert verið spenntur fyrir þessu en krakkarnir eru að vakna sérstaklega drengurinn enda orðinn 15 ára.

Ég hef í gegn um tíðina haft svona prinsipp en það er að ef maður þarf að kaupa svona óþarfa eins og flugelda eigi maður að kaupa það hjá einhverjum sem notar ágóðann í einhverja góða hluti. Það þýðir að ég kaupi jólatré hjá "Landakoti" til styrktar krabbameinssjúkum börnum, og flugelda hjá Hjálparsveitinni, ég kaupi jóladagatalið hjá Lions osrfv. En svona er ég bara.

Engin ummæli: