föstudagur, desember 15, 2006

"Heiðarlegi flokkurinn og breiðu bökin

Maður á nú bara ekki til orð yfir þessari "tík" sem kölluð er pólitík. Það virðist einhvern veginn vera þannig að um leið og einhver flokkur kemst til valda þá eru vinum og vandamönnum raðað í feitar stöður og verkefni sem tilheyra viðkomandi.

Ég ætla ekki að rekja neitt hér, en menn geta litið á Reykjavík bæði undir stjórn R-listans og núna hjá Framsókn- og sjálfstæðismönnum. Skipulagsbreytingar í Mosó í tíð Sjálfstæðisflokksins og núna í tíð Sjálfstæðisflokksins og vinstri grænna, þetta var svo sem ekkert skárra þegar vinstri menn réðu þar. Kópavogurinn og æðstu menn þar osfrv. osfrv.

Hvað er eiginlega til ráða?? Það er alveg sama hver á í hlut það eru allir flokkar jafnspilltir. Ég er mikið að spá í að stofna nýjan flokk sem bæri heitið Heiðarlegi flokkurinn sem myndi ávallt hafa almenningshagsmuni í huga og framkvæma í samræmi við það.

Ég er líka búin að komast að því að ég er ein af þessum með breiðu bökin. Það er alveg sama hvað er gert sem á að koma almenningi til góða það bitnar alltaf á fólki eins og mér. Fólki sem er í vinnu hjá öðrum, á ágætis launum en engum súperlaunum og við þurfuma alltaf að borga, allt. Það er felldur niður hátekjuskatturinn OK, ég náði því ekki að borga hátekjuskatt nema einhvern 5000 kall á síðasta ári. Eignarskattur er felldur niður það er lika þannig ég hef ekki eignast nógu mikið til að borga eignarskatt, því ég skulda svo mikið. Svo er ég með of háar tekjur til að fá barnabætur og fæ mjög skertar vaxtabætur.

Ég borga mikið í skatta og þegar ég verð gömul verða svo fáir sem vinna að lífeyristekjurnar verða örugglega mjög mikið skertar. Ég var í skóla þegar skattlausa árið var, ég er ekki nógu gömul til að hafa "grætt" á verðbólgunni, ég þarf að borga námslánin í botn þau falla ekki niður eftir 20 ár eins og hjá fólki sem er eldra en ég og ég þarf meira að segja að borga vexti af námslánunum.

En svona er þetta einvher þarf að halda þjóðfélaginu gangandi. Mér finnst það eiginlega alltaf vera ég ;-)

Þetta er nú meira vælið!

Engin ummæli: