þriðjudagur, janúar 16, 2007

Fimleikar

Já, þið lásuð rétt. Fimleikar. Ég æfði fimleika í nokkur ár sem barn og unglingur og þótti gaman að, en svo gerðist það sem gerist svo oft, sérstaklega með stúlkur, að ég fór í smá uppreisn. Ég æfði fimleika á þessum tíma 5 sinnum í viku og svo var ég líka í skátunum og þetta tók auðvitað mikinn tíma svo mikinn að ég hafði ekki tíma til að vera unglingur, þannig að ég hætti öllu!!

Þetta var veturinn eftir fermingu, mjög erfiður aldur, ég var reyndar búin að sjá það að ég yrði aldrei neinn meistari í fimleikunum en ég var vel "slarkfær" svo ég hætti. Ég hætti bara alveg, fullt af stelpum hætti á þessum aldri en nýtti sér þann vöðvamassa og þá þjálfun sem þær höfðu fengið og fóru í frjálsar eða skíði, en ég hætti.

Ég var reyndar í stuttu fríi í skátunum bara svona einn vetur eða svo og ég tel mig enn vera skáta! Einu sinni skáti ávallt skáti.

En hugmyndin að þessum pistli voru nú fimleikar, ég er nefnilega byrjuð aftur í fimleikunum!! Já, já mætti í Gerplu í svona fullorðinstíma með fullt af konum og köllum á öllum aldri, ég er nú kannski í eldri kantinum. En eftir fyrsta tímann var ég farin að fara í heljarstökk af trampolíni og í flikk flakk með aðstoð!! Geri aðrir betur.

Ég var svo ánægð með mig þegar ég gekk titrandi út úr tímanum sem stóð í 2 klst. fyrst var klukkustunda upphitun og þrek svo var farið á trampolínið og leikið sér aðeins en svo var aftur þrek og teygjur í 20 mínútur. Ég lá bara í gólfinu á eftir en gekk út með bros á vör. Ég vildi að svona eitthvað hefði verið þegar ég var rúmlega tvítug, ég væri örugglega enn í fimleikunum. Þetta er pínu erfitt svona 20 kílóum og 27 árum seinna!!

Jess!!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

til hamingju með sjálfa þig, þetta er glæsilegt,hvaða máli skiptir þó nokkur ár séu frá síðasta æfingatíma, ég kvitta nú ekki oft en fylgist samt með síðunni þinni
og það er gaman að fylgjast með hvað þú ert lifandi og einlæg
kveðja
Edda V.