föstudagur, febrúar 23, 2007

Sweet sixteen

Jæja, stóra barnið mitt er 16 ára í dag. Vá hvað lífið er fljótt að líða. Ég man það eins og það hafi gerst í gær þegar ég sá hann í fyrsta sinni. Hann var með heilmikið kolsvart hár og hrikalegann sveip í hárinu. Þ.e. framan á enninu, hann var svona eins og hvirfilbylur. En ofboðslega var hann fallegur og er enn :-) Þær eiga eftir að gráta yfir honum nokkrar stúlkukindurnar.

Pabbinn fékk alveg sjokk yfir sveipnum og fór til klipparans síns og spurði hvort það væri eitthvað hægt að gera til að losna við svona sveipi, raka hárið af eða eitthvað. Nei, nei það er ekkert hægt að gera nema lifa með þessu og það hefur minn gert síðan. En oft pirrast hann útí þennan sveip. Flestir klipparar fá svona vægt áfall þegar þeir sjá sveipinn og það er búið að reyna ýmislegt, klippa hann alveg niður, hafa hann síðan og allt þar á milli. Mér finnst hann nú bara flottur.

En elsku drengurinn minn er að fara að keppa á sundmóti í dag svo það verður lítið um partýhald í bili. Vonandi gengur honum vel svona í tilefni dagsins.

Engin ummæli: