þriðjudagur, febrúar 20, 2007

Er ég karlmaður?

Já svolítið skrítin fyrirsögn, en ég tók að gamni mínu þátt í könnun á netinu sem átti að sýna hvort kynið maður er. Eða þannig. Ég svaraði fullt af spurningum og að lokum kom svarið, ég svaraði eins og meðalkarlmaður!!

OK, ég starfa í karlastétt en come on, ég er líka fyrir karlmenn þ.e. gagnkynhneigð eins og 90% allra kvenna, ég á börn og elda ágætis mat. Ég tel mig líka vera frekar svona næma þ.e. hafa svolitla tilfinningu fyrir því hvernig öðrum líður en samt, fæ ég svörun eins og karlmaður. Ef svörin eru skoðuð frekar þá er ég svolítið næm fyrir tilfinningum annarra en ég er líka svolítil system kona, þ.e. set hlutina í samhengi og það þarf að vera einhver regla á hlutunum. Það gerir mig að meiri karlmanni.

Jæja, það er ekkert að marka svona kannanir á netinu er það nokkuð?

Engin ummæli: