þriðjudagur, maí 20, 2008

Mamma Guðs?

Já, þegar maður er með nýlega 5 ára gamlan speking á heimilinu falla oft mörg gullkornin. Einnig geta spurningarnar verið flóknar. Skottið er alveg í essinu sínu þessa dagana, hún spurði mig um daginn hver væri mamma Guðs?

Svona spurningar setja mann soldið útaf laginu, ég horfði á hana og sagðist bara ekki vita það, ég hélt að hann ætti enga mömmu. Þá kom svarið frá henni að pabbi vissi þetta örugglega. Ok, spurðu hann sagði ég þá og þar með var það útrætt.

Í morgun kom önnur, og hún var hvort Jesú væri inní okkur? Já, að vissu leyti Guð er allavega alls staðar og þar með inní okkur líka var svarið sem ég kom með. Já, þess vegna erum við góð var þá niðurstaða hennar. En svo kom smá hik, sko ég held að Jesú sé ekki inní Tómasi, Arnari Þór og Aroni (þetta eru félagar hennar í leikskólanum). Nú svaraði ég af hverju ekki, sko þeir eru alltaf að kýla og lemja!!

Semsagt smá heimspeki í gangi hér hehehe.....

Engin ummæli: