miðvikudagur, maí 07, 2008

Próflestur

Já, nú er Unglingurinn í prófum, sínum fyrstu vorprófum í menntaskóla.

Lesa, hvað er það?

Hann sefur fram á miðja daga, vakir fram á miðjar nætur og þegar hann er að "lesa" þá er hann við tölvuna með minnst 10 MSN glugga uppi. Hvernig er þetta hægt? Ég á í vandræðum með að fylgjast með samræðum á einum glugga ef ég er að gera eitthvað annað líka, hvað þá fleiri en 10!!!

Sem betur fer er hann sæmilega klár og þarf ekki að hafa mikið fyrir þessu, annars væri hann með allt niðrum sig. Það kemur að skuldadögum og þá kemur í ljós hvort "lesturinn" hefur verið nægur.

smá púst

Engin ummæli: