miðvikudagur, júlí 16, 2008

Þyrlur!


Já, það eru greinilega breyttir tímar. Ekki er langt síðan aðeins ein eða tvær þyrlur voru til á landinu og voru þær aðallega notaðar til björgunaraðgerða ýmis konar. Í dag er til fjöldi þyrlna og er alls konar fólk (ja, aðallega það sem á pening) farið að nýta sér þennan ferðamáta og þessi frábæru tæki til verka og flutninga.

Ekki er langt síðan frétt kom um það að menn hefðu komið á þyrlu úr Kjarrá til að fá sér pylsu í Baulu, svo óheppilega vildi til að peningaveskin gleymdust í jeppunum við ánna en þetta voru þekktir menn í viðskipalífinu svo þeir fengu að skrifa pylsuna hjá sér í sjoppunni. Skottið mitt var nú ekki lengi að grípa þetta og svaraði því til um daginn þegar pabbi hennar sagðist hafa skilið veskið eftir heima, hvort þau gætu ekki bara skrifað djúsinn hjá sér eins og "......".

Nú vill Björn Bjarnason banna þyrluflug yfir Þingvöllum, en eitthvað er um það að sumarbústaðaeigendur hafi notað þyrlur til að flytja að efni til endurbygginga og endurnýjunar bústaða við Þingvelli hmm.... Þetta stafar örugglega af því að hann sjálfur á bústað við Þingvelli og þetta hefur pirrað hann um helgina, þegar hann hefur ætlað að njóta kyrrðarinnar við vatnið. Á hvaða forsendum ætlar hann að styðja þetta bann, kannski er það hægt af því að um þjóðgarð er að ræða, en hvað gerir hann svo þegar hann sjálfur fattar þessi frábæru tæki og vill nýta sér þau?

Ég heyrði líka af yfir hundrað manna erlendum hópi sem lét flytja sig með þyrlum upp á Langjökul.

Já það er kannski málið að losa sig við bílinn og fá sér þyrlu í staðinn??

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir ahugaverdar upplysingar