miðvikudagur, janúar 07, 2009

Þrettándinn og afmæli

Litli bróðir minn býr hér í Mosó ásamt sinni fjölskyldu, við systkinin eigum bæði afmæli í upphafi árs og höfum undanfarin ár slegið saman í eina góða veislu fyrir fjölskylduna. En trikkið er auðvitað að halda hana á Þrettándanum, því hér í Mosó er ein fjölmennasta þrettándabrenna landsins haldin ár hvert og hefur sú hefð staðið lengi.

Við brugðum ekki útaf vananum þetta árið og buðum heim til mín fjölskyldu okkar. Þetta var bara frábært, litli bróðir hafði búið til ein 3 föt af Lasagna, ég átti bæði reyktan og grafinn lax sem hafður var í forrétt og svo var ég búin að útbúa tvær af mínum vinsælu perutertum.

Þetta árið höfðum við það þannig að fyrst var borðaður maturinn en að lokinni brennu og hinni frábæru flugeldasýningu Kyndils, var aftur komið heim og hitað súkkulaði og snæddar perutertur og konfekt.

Það er nú bara fyndið hvað þessi peruterta er vinsæl, ég held að Skottan hafi fengið sér einar 3 sneiðar og bróðir minn og sonur fara létt með eina tertu saman hehehe.... Meira að segja hundurinn er alveg veikur í þær. Henni tókst einu sinni að ná perunum ofan af hálfri tertu..... og svo hefur hún einu sinni náð að sleikja smá part af kreminu..... hún sniglast í kring uma okkur og vonar að það séu nú einhverjir klaufar sem missi niður mola... bara fyndin.

En allavega áttum við í gærkveldi yndislega kvöldstund með minni frábæru fjölskyldu.

Engin ummæli: