þriðjudagur, febrúar 03, 2009

Skrítin tík þessi pólitík !

Ný stjórn tók við á sunnudaginn. Ég hef svona blendnar tilfinningar gangvart henni, soldið hrædd um að aðhaldið verði ekki eins mikið og þyrfti af því að það eru kosningar í vor og loksins, loksins komst vinstri stjórn að hér á okkar ísa kalda landi og nú þurfa þeir kannski að afla sér vinsælda. Veit það ekki....

Mér finnst frábært að þetta er stjórn sem er samansett af jafnmörgum konum og körlum auk þess sem við höfum konu sem forsætisráðherra. Einnig finnst mér frábært að það skuli vera fengið fagfólk í 2 af ráðuneytunum, sem er nýlunda en ég er viss um að er aðeins gæfuspor, enda held ég að Gylfi og Ragna séu mjög fær á sínum sviðum.

En eins og ég sagði, fyrstu verk þessarar stjórnar eru kannski ekki alveg í takt við það sem er að gerast í þjóðfélaginu, þ.e. fyrsta verk Kolbrúnar Umhverfisráðherra var að gefa út yfirlýsingu þess efnis að ekki yrði af álveri við Bakka. Fyrsta verk Ögmundar sem heilbrigðisráðherra var að gefa út yfirlýsingu um Skt. Jósefsspítala og fella niður innlagnargjöld af sjúkrahúsum. Fyrsta verk Steingríms sem sjávarútvegsráðherra var að heimsækja sjávarútvegsráðuneytið til að skoða þetta með hvalveiðarnar og sem fjármálaráðherra var að gefa út yfirlýsingu um að hann vildi helst taka upp norska krónu. Fyrsta verk Jóhönnu var að senda Seðlabankastjórunum bréf og biðja þá um að segja af sér.... Já...hmmm..... eru þetta þau verk sem helst þyrfti að ganga í og mest liggur á?

Kannski, það var allavega krafa fólksins að skipta um stjórn í Seðlabankanum, en svo kemur allt hitt, var ekki einhver nefnd í heilbrigðisráðuneytinu búin að komast að því að þetta væri besta lausnin og er ekki gert ráð fyrir því í fjárlögum að fólk greiði komugjald á sjúkrahúsin?? Einnig hefði ég haldið að í slíku árferði væri tilvalið að fara í hvalveiðar, það skapar tekjur, við að veiða hvali eykst loðnustofninn og þarmeð þorskstofninn þannig að ég hefði haldið að þetta væri nú bara þjóðþrifaverk, á meðan við erum ekki að veiða einhverja hvali í útrýmingarhættu. Einnig hefði ég haldið að það væri um að gera að auka framkvæmdir auk útflutningstekna með álversbyggingu. Það vilja allir fyrir norðan þetta álver, Húsavík og Akureyri. Það er bara eitthvað 101 lið sem ekki vill álver þarna.

Jæja, ég ætla ekki að segja meira, ekki voru hinir svo sem að gera einhverja frábæra hluti, það væri synd að segja það, hverjum svo sem það er svo að kenna. En ég vona bara að þessi stjórn sem aðeins situr í 84 daga nái ekki að klúðra neitt voðalega miklu, en kannski samt nógu miklu til að ná ekki endurkjöri......

Er ég of pólitísk???

Engin ummæli: