föstudagur, apríl 16, 2010

Þar sem sólin skín

Mér barst í hendurnar bók sem heitir "Þar sem sólin skín".  Þessi bók er eftir Lizu Marklund sem er sænskur rithöfundur og bara nokkuð góður svona í þessum sakamálasöguflokki allavega.  Bókin hefst á því að sænsk fjölskylda er myrt á suður Spáni og blaðamaðurinn Annika fer og kannar málið frekar.  Inní atburðarásina flækist svo einkalíf Anniku, erfiðleikar í samskiptum hennar við samstarfsmenn og ekki má svo gleyma hinni flóknu sögu um smygl og fleira sem tengist morðunum á fjölskyldunni.
Allavega alveg sæmilegur krimmi og á það jafnvel til að koma manni á óvart á köflum.

Engin ummæli: