fimmtudagur, apríl 15, 2010

Ein soldið fúl og sár.

Æji, eitt svona neikvæðnisblogg.  Málið er að vegna gossins í Eyjafjallajökli, sem er nú að gera miklu meira rask en menn höfðu reiknað með, er búið að stoppa alla flugumferð í Evrópu.....  spurning hvað það varir lengi, og svo er spurning hvort opið verði heima í Keflavík þó það opnist í Evrópu...  mamma og Skottið mitt ætluðu að koma hingað til Bergen í næstu viku og vera hér síðustu dagana sem ég er hér, allir búnir að hlakka mikið til..... en nú þurfum við bara að krossa fingur að vindáttin verði hagstæð, sem ég hef eiginlega ekki hugmynd um hver er eða að gosið hafi róað sig soldið og ekki sé eins mikið öskufall frá því og er núna....  Svo bíða allir núna með öndina í hálsinum yfir nýju flóði í Markarfljóti, sem sagt er að verði mikið stærra en flóðið í gær....  vonandi að allir hafi náð að rýma og enginn sé í hættu....
Síðast en ekki síst er ég með slasað hné nr. 2, þ.e. ég slasaði hálfheila hnéð mitt, þ.e. ekki þetta skorna heldur hitt, haldið ekki að ég hafi farið með vinnunni hér í Bergen í Krullu, og náði að renna þannig að hálfheila hnéð mitt snérist allt í klessu.... ég krossa bara fingur yfir að ekki hafi neitt slitnað púff.... ég snéri nefnilega þetta hné í djúpum snjó á milli jóla og nýárs.....  en sleit ekkert skv. lækni .....en nú er ég skíthrædd... hnéð bólgnaði upp og er hrikalega stirt.....

púfff....... 

Engin ummæli: