mánudagur, október 01, 2012

Bjórskólinn :)



Já nú er kominn mánudagur.  Vigtaði mig í morgun og var 1 kg. léttari en þegar ég byrjaði að vigta mig.  En vigtin er reyndar búin að vera að fara upp og niður alla vikuna.Hélt mig nokkuð vel við markmiðin um að taka út sykur, brauð, kartöflur, grjón og fleira sem inniheldur sykur.

 Föstudagskvöldið fór reyndar allt í steik því þá fór ég í Bjórskólann.  Mikið assgoti var gaman þar.  Fórum í Bjórskólann hjá Ölgerðinni, þar tók á móti okkur eldhress ungur maður að nafni Hallgrímur og hann fór eiginlega á kostum allt kvöldið með sögum af bjór og framleiðslu hans.  Bjórinn var bara á krananum og hver og einn  gat drukkið eins mikið og hann vildi, ja eða kom niður.  Auk þess sem kynntar voru fyrir okkur hinar ýmsu tegundir af bjór.  Byggmalt í hinum ýmsu myndum, humlar og fleira auk þess sem farið var í skoðanaferð um bruggverksmiðjurnar báðar tvær.

En já þetta kemur vonandi bráðlega hjá mér, þetta með vigtina.



Engin ummæli: