fimmtudagur, maí 27, 2004

Vinna og börn

Jæja, ég þarf að fara snemma heim í dag, þarf að ná í yngsta barnið til dagmömmu, pappinn upptekinn, annars er þetta í hans verkahring. Sumarið sem ég hélt að væri að koma í gær er farið aftur. Rigningin hangir í loftinu og mér finnst ég geta hreinlega komið við hana. Vonandi verður sæmilegt veður um helgina, annars ætla ég bara að vera heima. Kannski maður fari að grynnka eitthvað á þessum kössum í bílskúrnum. (Flutti sko í janúar og bílskúrinn enn hálffullur af kössum). Hver veit nema bróðir minn bjóði í kaffi um helgina, en hann á afmæli í dag. Til hamingju Brósi!

Annars eru að koma mánaðarmót, ég kvíði orðið fyrir þeim. Hvað varð um tilhlökkunina að fá útborgað? Nú er maður á nálum hvort maður eigi fyrir visanu, öllum afborgunum, dagmömmunni, tannréttingunum, símunum (sko ég held þeir séu 5 á þessu heimili)og öllum gluggaumslögunum. Svona geta tímarnir breyst, ætli það sé svona að vera fullorðinn??

kv.

Engin ummæli: