fimmtudagur, ágúst 03, 2006

Sumarfrí

Sumarfríið. Ég er búin að selja húsið, góð sala, sem er mjög gott þar sem sumar fasteignir eru búnar að vera á sölu mánuðum saman, allavega í mínu bæjarfélagi.

Jæja ég keypti mér líka íbúð, fékk eina rosa flotta sem er 4ra herbergja en teiknuð sem 5 herbergja, 105 fermetrar. Vonandi að maður nái að troða sér í hana, var mikið að spá í að loka 4ja svefnherberginu, en ætla aðeins að bíða með það íbúðin er mjög flott eins og hún er og stofan verður heldur lítil ef ég loka herberginu. Kemur í ljós hvað maður gerir!

Jæja en ég er búin að fara í 2ja vikna sólarlandaferð, ég og börnin auk stórfjölskyldunnar, var búin að hlakka mikið til og varð sko ekki fyrir vonbrigðum eina sem truflaði mig var að ég saknaði karlsins. Við erum auðvitað skilin en samt, það vantaði hann soldið þarna úti þegar maður er í svona miklum samvistum með fjölskyldunni.

Svo heldur maður enn í vonina að hann eigi nú kannski eftir að sjá að sér og koma til baka, allavega er ég ennþá tilbúin í að reyna það. En ég held að ég eigi eftir að sjá hlutina í öðru ljósi þegar ég verð komin í mína eigin íbúð, þar sem hann verður ekki með lykla eða föt í fataskápnum. En í dag er þetta allt svolítið asnalegt, hann er á hálfgerðum hrakhólum og allt dótið hans er enn heima hjá okkur þannig að hann kemur til okkar og setur í þvottavél, nær sér í ný föt, sængurföt og handklæði, einnig er hann meira og minna hjá okkur núna þegar hann er í fríi og skottið er líka í fríi í leikskólanum. Við erum líka byrjuð að pakka og taka til í bílskúrnum og einhverjum skápum. Auðvitað eitthvað sem var löngu orðið tímabært en hafði ekki verið komið í verk. Þannig að í dag er þetta eins og venjuleg fjölskylda, nema hann sefur ekki heima hjá okkur!! Við erum auðvitað klikkuð!!

Jæja svo er maður aftur á leiðinni til útlanda, nú ætla ég að vera fararstjóri með íþróttahóp og verðum við í viku ég og sonurinn. Hlakka heilmikið til, þetta eru svo frábærir krakkar og þjálfarar.



Svo tók maður smá test svona að gamni. Ég er eiginlega farin að hallast að því að ég sé bara soldið spes og það sé bara heilmikið varið í mig. Allavega miðað við öll þessi próf sem maður er að taka og þetta er allt á jákvæðu nótunum.

Jæja takk fyrir kommentin, það er alltaf gaman að vita af því að einhver les síðuna manns, þó hún hafi kannski í upphafi átt að vera leið fyrir mig til að vinna í mínum málum.

The Sweetie
Congratulations! You scored 80%!

You tend to be very sweet and kind. (atleast deep down inside) You know there is more to people than what's on the outside. You also like to have a little fun. Many of you could be consider "the perfect girl" to us nice guys. Good Job!

Engin ummæli: