fimmtudagur, ágúst 17, 2006

París

Jæja, þá er ég búin að vera í Frakklandi,

Frétti það að síðasta helgi hefði verið kaldasta ágústhelgi í París síðan mælingar hófust. Heppin!!

En jæja veðrið hefði kannski mátt vera betra en frekar vil ég 15°C og rigningu en yfir 30°C. Maður gerir ekkert í svoleiðis hita. Ég komst loksins í hinn fræga Disneygarð og uppí Eiffel turninn. Þetta er í 4 skipti sem ég kem til Parísar og ég hafði aldrei komist upp í turninn við komumst reyndar ekki nema á 2 hæðina sem er í rúmlega 100 m hæð þar sem sú þriðja var lokuð vegna rigningar. Ég hef heldur ekki farið inn á Louvre safnið ;) svo það er greinilega hægt að gera ýmislegt í París annað.

En ég er strax farin að hlakka til að fara aftur til Parísar hvenær sem það nú verður, mér finnst þetta æðisleg borg.

Engin ummæli: