mánudagur, apríl 16, 2007

Fermingin

Það sem hefur verið efst í huga mínum síðustu vikur er auðvitað fermingin. Hún var í gær, allt gekk eins og í sögu, þvílíkt góður dagur og fallegur. Held að fermingabarnið hafi sofnað með bros á vör í gærkveldi, (soldið erfitt að sjá það því hún er með þvílíkt beisli í tönnunum á nóttunni þessar vikurnar), en ég er eiginlega alveg sannfærð um það að dagurinn hafi verið ánægjulegur hjá henni.

Amma hennar fékk hana meira að segja til að troða upp í veislunni og spila þvílíkt ljúfa tóna við undirleik Stradivarius fiðlu, það verður ekki betra.

Það er svolítið spennufall í dag og erfitt að einbeita sér.

Engin ummæli: