mánudagur, apríl 16, 2007

Myndarlegur?

Ég fór að hugsa um daginn, já hljómar svona eins og ég hugsi ekki mikið. Held að það sé vandinn, ég hugsa of mikið!!

Jæja, einn vinnufélagi minn var að segja frá því að hann hefði kíkt til kunningja síns í kaffi, svo fylgdi því góð saga eins og ávallt. En hann endar á því að segja hann er fráskilinn .... myndarlegur maður! OK. Ég sagði ekkert bara brosti. En svo fór ég að hugsa. Hvað er það sem skiptir máli. Auðvitað hefur útlit eitthvað með fyrstu kynni að gera en hvað svo. Ég fór að stilla upp mínum óskum.

Hann þarf að vera skemmtilegur (algjört frumskiliyrði)
Hann þarf að vera fjárhagslega sjálfstæður þ.e. hann standi undir sjálfum sér!
Hann þarf að vera sæmilega menntaður, þannig að hægt sé að tala við hann um ýmis málefni.
Hann þarf að hafa húmor fyrir sjálfum sér.
Hann þarf að vera við ágætis heilsu og í sæmilegu formi, allavega þannig að hægt sé að draga hann með sér á skíði og í gönguferðir ofl.
Hann þarf að vera tilbúin að lifa fjölskyldulífi þar sem ég á börn.
Hann má ekki hafa mjög tímafrekt áhugamál sem ég hef ekki áhuga á, eða get ekki verið með honum í. (Sýni veiði skilning en ekki golfi hehe)
Hann má ekki vinna allan sólarhringinn, sem er svo sem hluti af þessu með fjölskyldulífið.
Sko ef hann er líka myndarlegur þá er það bara bónus en það er ekkert frumskilyrði.

Þetta eru kannski soldið miklar kröfur en hey það er ágætt að setja markmiðið hátt, maður lækkar þá bara standardinn ef þetta gengur ekki, upp ekki satt?

Mér finnst reyndar þessi listi minna óneitanlega soldið á fyrrverandi nema hann er líka myndarlegur.

Nóg í bili.

Engin ummæli: