föstudagur, apríl 13, 2007

Pabbahelgar

Hver kannast ekki við þær, sumir þekkja þetta bara af afspurn en aðrir hafa reynt þetta á eigin skinni. Þetta er svolítið skrítin tilfinning þegar maður er svona aleinn heima og getur gert það sem maður vill.

Ég er eiginlega ekki búin að læra þetta, enda hafa unglingarnir svo sem ekki verið að fara heilu helgarnar til pabba síns, en það kemur fyrir að þau séu tvo daga hjá honum í röð.

Ég veit það ekki ég kann þetta ekki, mér finnst fyrsta kvöldið oft alveg ágætt, bara að setjast upp í sófa, þurfa ekki að hugsa um mat eða neitt horfa á það sem ég vil eða lesa eitthvað skemmtilegt. Svo fer ég að sofa, það gengur svona la, la. Fyrsta daginn er þetta oft allt í lagi líka, maður drífur sig í göngutúr í rigningunni, kíkir í búðir eða reynir að koma heimilinu í horf, vinnur kannski upp einhvern þvott og skiptir á rúminu. Svo kemur kvöld númer tvö, þá leiðist mér yfirleitt þ.e. við hjónin áttum það til að elda góðan mat á laugardagskvöldum, opna eina til tvær rauðvín og sitja og spjalla um daginn og veginn. Nú veit ég ekkert hvað ég á að gera, rölti oft yfir til bróður míns og hans konu með rauðvínsflösku ef þau eru heima en ef ekki þá er þetta eiginlega bara hundfúlt. Svo kemur dagur nr. tvö OMG hvað á maður að gera þá. Ég hef meira að segja staðið sjálfa mig að því að fara í vinnuna.

Þetta er nú bara fyndið, maður kvartar alla vikuna yfir því að maður hafi engan tíma fyrir sjálfan sig og geri aldrei neitt fyrir sig svo koma svona heilu dagarnir þá veit maður ekkert í hvorn fótinn maður á að stíga. Málið er auðvitað að maður er svo mikil fjölskyldumaður og félagsvera að maður saknar þess að hafa ekki húsið fullt af fólki.

Þetta venst kannski með tímanum.

Núna um páskana voru sko sorglegustu páskar ever. Ég var með krakkana fram á laugardagskvöld, þá kom pabbi þeirra og sótti þau. Páskadagur rann upp og það rigndi svo ég vissi eiginlega ekkert hvað ég átti að gera en endaði uppí vinnu og vann rúmlega hálfan vinnudag og fór svo á Nings á leiðinni heim. Getur þetta verið verra?? :-( Jæja kvöldið bjargaðist þegar mágkona mín hringdi og bauð mér að koma yfir fór yfir með rauðvín, breezer og bjór og við fengum okkur bara vel í glas og enduðum á djamminu niður í bæ!! Já á páskanótt! Jæja ætluðum á Torvaldssen en hann var lokaður svo við enduðum á staðnum við hliðina á, Deco held ég að hann heiti og þar var Einar Ágúst að spila "læf" svo við dönsuðum bara og skemmtum okkur vel.

Jæja þetta gæti alveg verið verra.

Engin ummæli: