miðvikudagur, júní 06, 2007

Biblían

Já, ég er mikill lestrarhestur, eða skulum við segja ég var mikill lestrarhestur áður en ég fór í Háskólann og fannst ég þurfa að lesa skólabækurnar í stað bókmennta. Svo komu börnin og þá er maður svo þreyttur að maður leggur höfuðið á koddann og sofnar bara um leið. En ég las heilu bókaflokkana áður en allt þetta gerðist og geri enn ef ég fæ næði til og næ að loka mig af. Ég les mikið á ferðalögum þ.e. í flugvélum og ef ég er ein á hótelherbergjum.

Ég ætlaði að nota voða vel "pabbahelgarnar" og lesa en það er nú bara einhvern veginn þannig að maður sest ekki niður fyrr en manni finnst öllum verkum vera lokið og þá sest maður yfirleitt yfir sjónvarpinu eða hinu nýja fyrirbæri "Flakkaranum" sem ég gaf heimilinu í jólagjöf.

En komum okkur nú að Biblíunni. Einhvern tímann ákvað ég það að ég skyldi lesa Biblíuna frá a-ö því verki er enn ólokið, gríp stundum í einn og einn texta í Nýja testamentinu því það er eina Biblían sem er til á mínu heimili. En mér fannst alltaf Gamla testamentið eitthvað meira krassandi. Sá um daginn á flóamarkaði "Biblía fyrir börnin" þar er búið að einfalda sögurnar úr Biblíunni og setja myndir. Skottið er reyndar ekkert voða hrifin af henni og held ég að það stafi af einhverjum myndum sem hún sá í bókinni og þá er bókin bara afskrifuð!! hehehe

En tilfefni þessa pistils er að hægt er að lesa alla Biblíuna á netinu og er slóðin http://www.snerpa.is/net/biblia/.

Svo nú er bara að byrja að lesa!

Engin ummæli: