föstudagur, desember 14, 2007

Skvísur!!

Jæja þá er saumaklúbburinn búinn, gekk bara vel, meira að segja hundurinn gat hagað sér almennilega eða nokkurn veginu, hún þurfti að heilsa gestunum einum of mikið að flestra mati en eftir það var hún nokkurn vegin til friðs.

Það voru svo sem engar djúsí sögur úr saumó í þetta skiptið, bara verið að ræða börnin og hvað þau séu að gera. Einnig komumst við að því að við hljótum að vera svaka pæjur. Ein okkar á son sem er 19 ára, hún fór niður í vinnu til hans um daginn með eitthvað sem hann hafði gleymt. Þegar hún var farinn sagði víst einn samstarfsfélagi hans, líka mjög ungur, við hann hvurslags voða skvísa þessi systir hans væri hehehe...... Sonurinn svaraði víst með snúð, hvað er eiginlega að þér þetta er mamma!!

Önnur sagðist nú vera svo hrikalega barnaleg að hún þyrfti nú að fara að gera eitthvað í þessu. Hún hafði lent í því um daginn í Þýskalandi í einhverri veislu að fólkið sem var um þrítugt sem sat við borðið þrætti við hana og vildu meina að hún væri nú ekki deginum eldri en 26, þó hún segðist hafa verið kennari í menntaskóla í 10 ár áður en hún fór útí eigin rekstur!! Henni fannst þetta 26 vera nú einum of....

Ég hitti eina um daginn sem á son sem sonur minn lék sér oft við hérna í den. Hún var eitthvað að segja mikið og segir svo, heyrðu .....mín við erum nú komnar á þann aldur og svo lét hún móðan mása en bætti svo við, ekki þannig meint, ég veit að þú ert nú þó nokkrum árum yngri, en ég og svo hélt hún áfram, þegar hún hafði lokið máli sínu samþykkti ég þetta allt saman enda mikil viska fólgin í orðum hennar en bætti svo við, fyrirgefðu en hvað ert þú eiginlega gömul? Hún svaraði keik, að hún yrði nú fertug á næsta ári og væri þá opinberlega kominn á fimmtugsaldurinn. Ég leiðrétti hana þá með þetta þó nokkrum árum yngri og hún hló og sagðist ekki trúa mér en bætti svo við, mikið rosalega líturðu vel út......


hehe....
með skvísu kveðjum.

Engin ummæli: