fimmtudagur, desember 13, 2007

"Ofurmamma"

Ég hef verið að velta því fyrir mér hvort þetta viðurnefni sé nógu gott. Þetta er allavega ekkert voðalega "sexý" hehehe.....

Það sem ég hugsaði þegar ég tók það upphaflega árið 2004 var að maður var í fullu starfi frekar svona krefjandi, með 3 börn sem ekki voru orðnir unglingar þá, þar af eitt innan við eins árs og svo þurfti maður að standa pligtina sem mamma alls staðar. Það voru tónleikar, fótboltamót, sundmót, leiksýningar, fara með barnið á skíðaæfingar upp í fjöll og ýmis konar uppákomur, auk þess sem við hjónin þurftum nú endalaust að vera að skutla og sækja í allar þessar tómstundir.

Stundum féllust manni bara hendur og manni fannst maður ekki vera að lifa fyrir sjálfan sig heldur börnin! (það er spurning hvort það er undirrót skilnaðarins). Nú hefur maður svo sem uppskorið ávöxt erfiðisins, enda sýnir það sig að þessir krakkar mínir eru í fremstu röð hvar sem þau koma. Var meira að segja að fá hrós frá deildastjóra leikskóladeildar yngstu stelpunnar um hvað hún væri "flott", eins og hún orðaði það, tæki þátt í öllu væri alltaf til í allt, og svaka dugleg farin að skrifa nafnið sitt og meira aðeins 4ra ára. Húrra fyrir henni! Strákurinn er að standa sig með prýði í menntaskólanum og sú í miðjunni er nú bara frábær, ég er að fara að horfa á hana á morgun leika í "Þegar Trölli stal jólunum" í Bæjarleikhúsinu og hlakka mikið til. Set hér inn mynd af þeim stóru systkinunum, sem tekin var á frumsýningunni á sunnudaginn.


Engin ummæli: