sunnudagur, desember 16, 2007

Leikhúsferðir

Ég var í leikhúsgírnum þessa helgina, fór á eina sýningu á föstudaginn þar sem 13-15 ára krakkar í Mosó unnu þvílíkan leiksigur í leikritinu "Þegar Trölli stal jólunum", af öðrum ólöstuðum var hún Harpa Ellerts stórkostleg í hlutverki Trölla. Búningarnir voru litríkir og sýndu mikla útsjónasemi, krakkarnir sungu frábærlega og þetta var bara í alla staði stórkostleg sýning, vonandi sjá hana sem flestir, en það eru enn nokkrar sýningar fyrir jól.

Í dag fórum við mæðgurnar svo inn í Hafnarfjörð og sáum "Ævintýrið um Augastein" þar sem Felix Bergsson fer á kostum svo sem eins og venjulega. Hann er æði, verst hann skuli vera "gay", hann er svo fallegur, brosið svo einlægt og yndislegt, svo syngur hann eins og næturgali. Mér finnst hann alltaf flottur, hann og Hilmir Snær eru sko mínir uppáhalds leikarar, þó að mörgu leyti séu þeir ólíkir.

Drifið ykkur nú í leikhúsið.

Engin ummæli: